Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 221
203
Fyrra skilyrðið, sem sett var fyrir 'því að nokkuð
gæti <prðið úr ráðagjörð okkar, var þannig leigulaus, hæfi-
lega stór og góð jörð, helzt þar sem er vatnsmikil á.
Hittskilyrðið er, a ð l a n d s s j ó ð u r Islands
b or g i drlegan ko stnað v ið spítalahaldið,
og er par aðallega dtt við mat, cldivið og Ijós (verði raflýs-
ing, verður árskostnaðurinn við hana örlftill, að eins við-
hald, ekkert fyrir hreyfiaflið, ef ltæfileg á fæst), enn frem-
ur fót og kaup handa pjónustufólki (sjá stðar), og loks við-
gerðir við skemdir, að því leyti sem sjúklingarnir sjálfir
geta ekki leyst þær af hendi, meðul og einstaka smá út-
gjöld önnur. Ef eg hefi 15 sjúklinga (7 eða 8 kárlmenn,
7 eða 8 kvenmenn), þá kemur að minsta kosti 1,25 kr.
kostnaður á hvern sjúkling á dag til að standast um-
rædd útgjöld — eg skal færa frekari rök að þvi síðar, —
samtals 18 kr. 75 a. á dag; á ári verður það alls 6843
kr. 75 a.; með aukaútgjöldum verður það að minsta
kosti 7000 k r., sem spítalahaldið kostar um árið. Þetta
getum við ekki lagt fram — ef nokkurn veginn sæmilega
á að vera frá spítalanum gengið, kostar hann okkur að
minsta kosti 3 0,0 o 0 kr. — Þessar 30,000 kr. skulum
við láta af hendi; en hitt væri í frekara lagi hugarburðar-
kent, ao ímynda sér, að við höfum efni á að leggja út
»prívat« úr okkar vasa 7000 kr. á ári þar að auki. Til
þess að okkur væri það auðið og við gæti.m samt iifað
sómasamlega eftir sem áður, þá yrðum við að hafa svo
mikinn auð trtilli handa, að slíkt væri fádæma-auðsiafn
hjá einurn manni, og það þótt miðað væri við það sem
gerist í Danmörku. 7000 kr. á ári samsvara 200,000
kr. stofnfé, sem yrði að festa um aldur og æfi — og
hvaða »privat«-menn mundu hafa efni á öðru eins? Að
minsta kosti höfum við það ekld. En landssjóður Is-
lands, sem launar embættismönnum sínum svo sóma-