Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 139
121
það hlýtur að borga sig. Á Vatnsnesi salta menn eða
herða nokkuð af þorskhausum.
Það er til mikils baga fyrir fiskiveiðar á opnum bát-
um norðanlands, ekki síður en á Austfjörðum, að menn
verða að gefa sig við heyönnum einmitt um þann tíma, sem
fiskiveiðar gætu staðið sem hæst og bezt eru veðrin, því
flestir útvegsbændur lifa meðfram eða einkum á landbún-
aði. Það eru þvi margir, sem alls ekki stunda sjó um
sláttinn. Þessi tvískifting atvinnuveganna dregur eðlilega
úr rekstri beggja, en er líkiega nauðsynleg, meðan menn
geta ekki treyst öðrumhvorum eingöngu. Það er þó
rnikið að fara í vöxt, að menn stundi sjó um sláttinn.—
Bátum er víða mjög ábótavant, eitikum í Skagafjarðar-
og Húnavatnssýslum, þar sem menn sækja sjó langt út;
en þeir eru reyndar ekki lakari en víða annarstaðar á
landinu.
Það hagar ekki vel til fyrir pilskipaveiðar á Norður-
landi, þar sem eg fór um, vegna þess, aö öruggar hafnir
fyrir skip vantar alveg, nema á Eyjafirði og Siglufirði.
Að vísu geta þilskip legið allörugg á Sauðárkróki, og
enda víðar við Skagafjörð meðan veður eru stilt á sunir-
in, en haust og vor er þar hvergi gott hæli, nema ef
ósinn á Miklavatni i Fljótum væri gerður skipgengur, en
það er hann ekki nú. Eyjafjörður og Siglufjörður eru
þvi einu plássin, sem þilskip ganga frá til fiskiveiða og
frá Siglufirði flest að eins til hákarla. Úr Eyjafirði hafa
gengið fáein skip á síðari árum til þorskveiða. 1899
gengu 9 skip, flest frá Oddeyri og Akureyri, en þeitn
fjölgar, þó hægt fari. Af þessum 9 skipum gengu þó
að eins 7 eingöngu til þorskveiða; hin veiddu hákari
frarnan af veiðitímanum. Skip þessi eru flest smá; þó
hafa menn á síðustu árum keypt kúttara frá Englandi.
Fiskisvæði eyfirzku skipanna er frá Horni að Melrakka-
sléttu. Útgerðartími frá rniðjum apríl til fram í september.