Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 230
112
talann minn, o. þ. h.; íslendingar ættu sjálfír að reisa
og kosta spítala sína. Mér hefir aldrei komið það á ó-
vart, þótt hugsunarlitlum og skammsýnum mönnum þykj
betra að bíöa, og lofa hag geðveikra manna að vera
jafn-bágbornum og nú fyrsta sprettinn, en að fá hjálpina
þegar í stað. En af því að eg verð samt að játa, að eg
tel líka réttast að þjóðfélagiö annist sjáift sjúklinga sína,
þá bið eg þessa menn fyrst og fremst að gæta þess, að
tilboð mitt er ekki gjöf frá útlending — eg er sjálfur Is-
lendingur engu síður en hver annar (o: íslenzkur íæknir,
íslenzkur borgari), — og að i öðru lagi er það engin gjöj
til landssjóðs, sem ekki hefir annað en aukin útgjöld upp
úr því að þiggja tilboðið, heldur hjálp, eða réttara sagt,
tilraun til að hjálpa peim, sem játœkastir eru og verst farn-
ir af geðveikum mönnum hér á landi.
Við skulum fyrir alla muni ekki beita neinum metn-
aði í þessu rnáli; það á þar ekki við, og eg held að mál-
ið sé iangt of gott til þess að láta slíkt verða því að
fótakefli. Við skulum skoða það frá hagsýninnar hlið.
Við skulum þess vegna ekki leggja árar í bát og lála alt
drasla í gamla horfinu; við skulum hjálpa smælingjunum.
Og eigum við svo ekki að vona, að pessi byrjun poki hinu
góða málejni betur ájram en orðin tóm? Eg sagði einmitt
í inngangi þessarar ritgjörðar, að geðveikrahæli mitt yrði
í raun réttri bara byrjun. Eg mun aldrei líta svo á, sent
eg hafi »gefið« neitt, — en hitt vona eg, að litla geð-
veikrahælið mitt verði til þess að þoka góðu málefni á-
leiðis, því sem sé, að islenzka þjóðfélagið reisí stóra geð-
veikrastofnun, þegar reynslan hefir sýnt, að það er bót
að því að hafa geðveikrahæli hér í landinu sjálfu. En
það er enginn tími til að bíða 'l— litið ei það sem við
getum gjört nú, meira verður það áður en langt um líð-
ur, en eitthvað verður að gjöra þegar í stað.