Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 26
8
þó seinni hluta aldarinnar, einkum fyrir aðstoð Magnúsar
Ketilssonar sýslumanns, ýmsar góðar fræðibækur, en rit~
aðar sögur og rimur og margs konar skruddur meðýms-
um fornum fræðum gengu manna á milli alt fram yiir
miðja 19. öld og var eins lesið úr þeim í baðstofum
eins og í prentuðum bókum. Nokkuru fyrir aldamótin
tók Magnús Stephensen til starfa; hann stofnaði »lands-
uppfræðingarfélagið« 1794 og reyndi síðan með stakri
iðni og elju að ryðja hinni nýju heimsmentun braut á
Islandi, gaf út margar ágætar bækur og hafði mikil ment-
andi áhrif á íslenzka alþýðu, þó hann lengst af yrði að
berjast við mótspyrnu og hleypidóma. Magnúsi Stephen-
sen var það að þakka, að Islendingar framan af 19. öld
áttu tiltölulega margar og góðar alþýðubækur; þá voru
Kvöldvökur Hannesar biskups Finnssonar einnig ágæt
bók. I þessu efni eru framfarirnar á seinasta fjórðungi
19. aldar tiltölulega litlar; íslendingar eiga fáar góðar al-
þýðubækur í samanburði við aðra bókamergð.
Islenzkan var um aldamótin mikið farin að batna frá
því sem áður var; Hannes Finnsson, Sveinn Pálsson,Jón
Þorláksson, jón Espólín o. fl. rituðu fremur gott og lið-
legt mál. Magnúsi Stephensen var ekki sýnt um íslenzku;
hann samdi sig alt of mikið að rithætti Dana og yfir
liöfuð var hann enginn smekkmaður í rithætti, þó honum
væri margt vel gefið. A miðri 18. öld lifði íslenzkan
enn nokkurn vegin óbjöguð á vörum sveitamanna, en
lærðu mennirnir, einkunt lögfræðingarnir, tóku þá mjög
að spilla málinu; í »Lögþingisbókunum« eru dáfalleg
sýnishorn af rithætti þeirra. Sveinn Sölvason lögmaður,
sent var að mörgu 'leyti nterkur maður, sagði, eins og
kunnugt er, í formála fyrir riti sínu »Barn i lögunu:
»Eg hefe stundum hjálpast við þau Ord sem dregen edur
samsett eru af Dönskunni, hvad eg helld eingen spiöll,
þar vor lög nú á tídum eru Mestanpart frá Dönskum