Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 36
i8
einhver þilmynd við bæjardyr og eitt skemmuhróf og á
beztu bæjum skálakofar, ekki að tala um að nokkurs-
staðar væri hús með lögðu gólfi, að undanskildum klaustr-
unum og sýslumanna- og prófastasetrum«.*
Það var engin furða, þó landfarsóttir væru þá tíðar
og mannskæðar, enda gengu þær að jafnaði árlega um
landið og gerðu mikinn usla. Þá voru 6 læknar á öllu
Islandi: landlæknirinn í Nesi, tveir læknar fyrir vestan,
einn fyrir norðan, einn í Múlasýslum og einn i öllum
suðursýslum; það var Sveinn Pálsson, rnestur vísinda-
maður, sem þá var uppi á íslandi; hann hafði 66 ríkis-
dali í árslaun og átti fyrir þessa borgun að þenja sig um
alla suðurströnd Islands, ef einhver kallaði, yfir allar árn-
ar og sandana í Skaftafellssýslum alt vestur i Selvog, og
svo hafði hann Vestmanneyjar í ofanálag; sér til lifs-
bjargar varð Sveinn auk þessa að róa vertíðir i Mýrdal
og var ofi sóttur langar leiðir, er hann kom þreyttur og
slæptur úr róðrum. Það er svo sem auðvitað, úr því
læknaskipunin var svona, að þá urðu flestir sjúklingar að
deyja drotni sínum, án þess að læknir liti á þá. Ekkert
sjúkrahús var til á iandinu, því holdsveikrakofarnir, sem
enn stóðu uppi, gátu ekki heitið því nafni, en ein lyfja-
búð var á Nesi við Seltjörn í húsi landlæknis. Skottu-
læknar voru hér og hvar um land alt og fóru þeir mest
eftir skrifuðum lækningaskruddum frá 17. öld, og voru
margar lækningar þeirra ógeðslegar. Þess er getið 1793, að
barn á Suðurnesjum dó i baði af heitri, gamalli keitu, /
sem það var látið í til lækninga; annars voru
slík böð algeng á þeim tima, og mælt er, að Sæmundur
prestur Hólm hafi að jafnaði baðað sig í þessum legi
sér til heilsubótar. Aldrei var skottulæknum hegnt, hvað
sem þeir gerðu; þó var einn, sem Þorleifur hét, 1793
1) Nnrðlingur IV. bls. 234.