Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 118
100
Það er fiskiveiðum við Skjálfanda til hnekkis. að
sjórinn er all-ókyrr, svo ilt er að afla síldar (í lagnet,
sjá síðar) til beitu, og lendingar eigi góðar. í Húsavík
er lending að vísu góð, í sandi, f>enar sléttur er sjór,
en brimasamt, ef ólga er í sjó, einkum í NV-átt. Svo er
mjög dýrt að gera út, því erfitt er að fá menn. Það er
því dekrað allmikið við háseta; þeir fá fyrst heilan hlut,
svo 15 kr. »þóknun« fyrir útgerðartímann, og þar að
auki »spotta«, 0: lóðarbút með 60—120 önglum hver.
í Fjörðum (Hvalvalnsfirði og Þorgeirsfirði) er lítið
stundaður sjór. Út frá skaganum liggur breiður hryggur
eða grunn út að Grimsey, með 30 — 50 fðm. dýpi á.
Eyjafjörður er að fiskiveiðum til einna merkastur af
öllum fjörðum landsins. Hann er um 8 '/2 milu á lengd,
talið frá línu milli Gjögurtár og Þórhildarvogs, og þar
2]/s ntíla á breidd, en mjókkar fijótt (við ytri enda Hrís-
eyjar er breiddin i1/2 rnilu), einkum þegar kemur inn
fyrir Hrisey; við Höfðarm er breiddin að eins r/2 rnila,
fyrir innan hann hvergi míla, og fyrir innan Toppeyri
hvergi !/2 nxíla. Á innfirðinum (fyrir innan Höfðann) er
dýpi hvergi mikið yfir 50 fðm., víða 40—50 fðm. í áln-
um. I útfirðinum er miklu dýpra, 60—100 fðm. Þó
liggur hryggur miili Árskógsstrandar og Hríseyjar, með
20 fðm. dýpi, og út frá Hrísey liggur Rifið út að Hrólfs-
skeri, og frá þvi gengur hryggur út í haf, svo tveir álar
ganga úr djúpinu inn í fjörðinn og er hinn vestari
dýpri. Víðast er leirbotn eða sandbotn í firðinum.
Straumar eru harðir. Með aðfalli fer straumurinn inn með
V.-landinu, en með útfalli út með A.-landinu. Vindbjdj-
ir og stórviðri koma oft, en á sumrin er oft hafgola (út-
ræna) á daginn frá því eftir hádegi og til kvelds, og
getur oft verið allsnarpur vindur; á landgolunni ber
miklu minna.
Útræði er rnikið við fjörðinn, eins og kunnugt er,