Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 138
120
til beitu, þegar hún kemur á vorin og reyna að geyma
hana líkt og sild, ef hún væri ekki brúkuð öll ný.
Saltfisksverkun hafði 'eg oft tækifæri til að sjá, og er
óhætt að segja, að hún er í rnjög góðu lagi víðast. Sum-
staðar verka menn fisk sinn sjálfir, en víða hafa kaup-
menn salthús og taka þar jafnframt óverkaðan fisk, sem
þeir láta svo sjálfir verka. Af sérstaklega velverkuðum
fiski vil eg nefna fiskinn hjá 0rum & Wulffs verzlun á
Húsavík, í Hrísey, í Böggvisstaðasandi og hjá Berendsen
á Skagaströnd. Menn gera hér ekkert númer á fiski eftir
gæðum, heldur en á Austfjörðum, en að eins á stórum
fiski (»máli«) og smáfiski. Það stuðlar rnjög að góðri
fiskverzlun norðanlands, að þar er svo þerrisælt og að
fiskurinn þarf ekki að liggja lengi í salti áður en hann
er vaskaður. Þó verður haustfiskur að liggja í salti
veturinn yfir og er hann saltaður upp einu sinni. Eg sá
einnig illa blóðgaðan fisk og illa flattan (tekinn burt mik-
inn fisk með hrygnum), en það var óvíða.
Þyí miður er ekki hægt að hrósa Norðlendingum
fyrir góða hirðu á slógi og hausum. í því sýna þeir
mikinn trassaskap, eins og margir aðrir; víðast er öliu
öðru en bolnum kastað í sjóinn aftur. Mér blöskraði að
sjá lifrina og hausana, sem sumstaðar var kastað, og ekki
sízt sundmagana úr stórþorski, þegar kaupmenn á Suður-
landi gáfu 70 aura í peningum fyrir puudið. En á þrem
stöðurn, sem eg sá, gera menn þó undantekningar frá
þessu; í Böggvisstaðasandi, Haganesvík og í Sauðárkróki,
þar var litlu eða engu kastað, jafnvel þó það væri um
hásláttinn og hámaðk.uímann og vel aflaðist. En menn
bera vanalega fvrir sig, að þeir hafi ekki tírna tii að vera
að hirða ruðurnar vegna annríkis, ait fari í maðk, o. s.
frv. Þessi dæmi, sem eg nefndi, sýna, að þetta eru á-
stæðulitlar viðbárur. Um maðkatímann má salta alla
þorskhausa; á því er nú byrjað í Böggvisstaðasandi og