Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 109
91
Menn vilja einnig alment stytta veiðitímann (taka aftan
af honum) og auka minstu möskvastærð, hvortveggja til
að friða smálax, og er það hyggilegt; en svo vilja þeir,
er neðantil veiða, takmarka ádráttarveiði og afnema viku-
friðunartímann, en hinir þvert á móti. Að takmarka á-
dráttarveiði er ln'ggilegt. Það er og mikið satt í því,
að stuttur vikufriðnnartími er lítil friðun fyrir laxinn,
því það sem ekki er veitt neðar er veitt ofar, ef flóð ekki
hamla. En að veiða hvíldarlaust í 2—3 mánuði yrði ekki
betra. Bezt hygg eg væri, að hafa einn nokkuð langan
friðunartima um miðbik veiðitímans og annað ekki.
Eftir því að dæma, sem mér var sagt um niður-
göngu laxins tir ánum norðan.lands, litur út fyrir að hann
gangi þar að jafnaði fyr úr ánum en syðra, og ætti þá
hrygningartimi hans að vera fyr (í september snemrna).
Þetta er næsta sennilegt, því kuldinn kemur fyr fyrir
norðan en sunnan. En það þarf ítarlegri rannsóknar
við. —
Um laxinn í sjónum gat eg ekki orðið mikils vísari,
því í sjó hefir ekki verið neitt reynt aðveiðahann, nema
hvað einn maður á Húsavík reyndi í sumar norska fleyg-
nót (kilenot) undir höfðanum hjá Húsavik, og hafði að
eins fengið í hana 5 laxa, þegar eg var þar. A Húsavík
fæst einnig stundum í síldarnet nokkuð af 6—8" löngum
fiski, sem Guðjohnsen hyggur vera smálax, sem sé ný-
genginn í sjó, og er næsta líklegt, að svo sé; eg sá eng-
an af þeim, en frá Laxamýri fekk eg einn þess konar
fisk, n" langan, sem leit út fyrir að vera lax, en það
vantaði nokkuð á hann, svo eg gat ekki ákveðið hann
nieð fnllri vissu.
Guðm. læknir Magnússon færði mér í sumar 3 unga
laxa, sem hann veiddi í Korpúlfsstaðaá í Mosfellssveit 29.
ág. Þeir höfðu enn ekki verið í sjó. Lengd þeirra var
13,7, 14,5 og 15,2 cm. (5'/4, 5s/4 og 6"). Þeir voru