Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 60
42
lagið. Það er vonandi að þingið framvegis gjöri alt sem
það getur til þess, að halda friði í landinu, því það er
fyrsta skilyrðið fyrir framförum þjóðarinnar og láta ekki
ágreining í einu máli spilla fyrir öðrum þýðingar-miklum
málum.
Oft hefi eg tekið eflir þvi, að menn hafa mjög ó-
glöggar og skakkar skoðanir um útlönd og ástandið þar,
og halda yfir höfuð að þar sé sæla og vellíðan, sem ekki
þekkist á íslandi, menn heyra frásögur frá Ameríku og
öðrum löndum, þeirra sem ekkert sjá nema yfirborðið,
og lesa í blöðunum um öll undrin, gufuvagna, telegrafa,
telefóna, rafmagnsljós og margt annað; langar því marga
til að komast í dýrðina og allan glauminn. Það er satt,
að margar nýjungar gera hið ytra líf í útlöndum þægi-
legt fyrir þá, sem ríkir eru, en allur þorri manna verður
að sitja hjá og horfa á. A Islandi eru allir jafnir svo
að segja og frelsi fyrir alla; í öðrum löndum víðast hvar
ekki fult frelsi fyrir aðra en þá, sem ríkir eru. Hinn af-
skaplegi auður fárra manna og flest stórvirkin hafa verið
keypt með ánauð og fátækt þúsunda. I þessari stóru
.hersveit, sem ber hita og þunga dagsins, en þekkir fá
gæði eða nautnir lífsins, lenda flestallir íslendingar, sem
til útlanda fara. Flestir hugsatidi menn, sem nú um
aldamótin hafa ritað um 19. öldina, láta í Ijósi miklar
efasemdir um það, hvort hinar miklu verklegu framfarir
hafi í raun réttri flutt mannkyninu nokkura hamingju. —
Menn voru áður alveg eins góðir og miklir menn1 og
fult eins ánægðir með hlutskifti sitt án járnbrauta ograf-
magnsljósa.
Þó öll ástæða væri til þess, að vér íslendingar vær-
1) »i)e störste Tauker ere tænkte ved Tællelys og de
dypsindigste Meddelelser er ikke blevne givne pr. Telephon«
sagði H. Höffding í aldamóta-ræðu sinni.