Andvari - 01.01.1904, Side 40
34
braut fjölda af húsum og bátum, drap kvikfénað mik-
inn, skemmdi tún og engjar og gerði margan annan
skaða. Eg skal ]jví Ijúka þessum þætti með því að
geta dálítið nánar um þetta flóð; skýrsla um ]mð er í
„Minnisverðum tíðindum", en ]>au rit eru nú í fárra
manna höndum. Brimið og sjógangurinn var ógurlegur,
])ví stórstreymt var og ofsa-veður af hafi með stórrign-
ingu og eldingum. Á Eyrarhakka tók sjórinn sum
verzlunarhúsin, en gróf undan sumum, „öllum stakk-
stæðum umvelti sjórinn og eins skansi þeim, sem þar
var hlaðinn af stórum steinum, og sáust ekki minnstu
merki lil hvorugs ]>á út fjaraði“; allur malarkamburinn
lækkaði svo hann vai'ð lítið hærri en fjaran. I Stokks-
eyrarsókn varð fólk víða að ílýja af bæjurn; þar brotn-
uðu bæði hús og skip og fórust 63 liross, 9 nautgripir
og 58 sauðkindur. Svipaðar voru aðfarir veðursins við
allar strendur Reykjanesskaga. Yerzlunarstaðurinn Báts-
sandar tókst algjörlega af, sævarllóðið tók öll verzlunar-
og bæjarhús, svo enginn koíi stóð eptir; þar fórst einn
rnaður. Fiski- og túngarðar á Suðurnesjum sópuðust
heim á tún og hæði þar og á ströndinni norðan á Beykja-
nesi barst stórgrýti og sandur á tún margra bæja, en
allstaðar brotnuðu bátar og hjallar meira og minna.
Neskirkja á Seltjarnarnesi, sterkbyggð og vönduð, fauk
gjörsamlega, og eptir því er Geir biskup Vidalín sagði,
sté sjórinn á nesinu 5 álnir hærra en við venjuleg stór-
straumstlóð. Sjórinn hraust ]>vert yíir Seltjarnarnes,
fyrir innan Lambastaði og vestanvert við Eyði, svo þar
var hvorki fært mönnum né hestum á 300 faðma svæði.
Á Akranesi fór neðsti bærinn á Skipaskaga, Breið, al-
gjörlega af og mörg tún skemmdust; í Mýra ogllnappa-
dalssýslum stórskemmdust jarðir og tún, engjar og heiti-
lönd við sjóinn, varpeyjar og hólmar fóru sumstaðar af,
en sumstaðar sópaði sjáfargangurinn öllum jarðvegi af