Andvari - 01.01.1904, Síða 47
41
um ofansœvar og sædýraleifar hafa hvergi fundist milli
blágrýtislaga fra hinum eldri tímabilum í myndunarsögu
Islands. Það sést þó víða, að fjöruborð hefir fvrrum
legið allmiklu hærra en nú; láglendi öll og dalamynni
hafa verið í sjó um lok ísaldar og síðar, og sævarhorðið
hefir smátt og smátt dregist út á við frá landinu, og
hefir sú hreyfing haldist allt 'fram á vora daga, þó hún
fari seint. Allt hálendi Islands eða megin landsins hefir,
að öllum líkindnm, jafnan staðið upj) úr sjó.
Fró eldri jarðtímabilum, fyrir ísöld, hafa hvergi
fundist skeljaleifar nema á Tjörnesi í Hallbjarnarstaða-
kamhi, oghöfum vér fyrr getið þeirra lauslega. Aptur
á móti er mikið til af skeljum og öðrum sævarmenj-
um frá seinni tímum. Eggeri Olafsson tók fyrstur
eptir fornum sæmyndunum á láglendum Islands; hann
sá þegar, að skeljarnar i Hallbjarnarstaðakambi voru af
öðru tagi "en þær, sem nú lifa við strendur íslands.
Eggert segir, einsog rétt er, að leirinn á láglendunum
við botn Faxaílóa sé myndaður i sjó; hann fmnur sum-
staðar forna malarkamba og tekur eptir því, að fornar
sævarmenjar yfirleitt ekki liggja mjög liátt yfir sævar-
máli. Einsog flestir náttúrufræðingar á þeim tímum,
var Eggert á þeiná skoðun, að sjórinn væri að þverra;
en þegar hann fann skeljar margar milur frá sjó á
Suðurlandsundirlendi, fóru að renna á hann tvær grím-
ur, svo að hann efast um, að sú skoðun eigi allstaðar
við og heldur, að skeljarnar séu komnar svo langt upp
i land af einhverri mikilli byltingu. Sveinn Pálsson
athugaði víða menjar sævarins á suðurlandi, skeljar,
malarkamba, sæhellra og hvalbeiu og Jónas Hallgríms-
son safnaði líka víða skeljum fyrir sunnan. Siðan hafa
ýmsir útlendir náttúrufræðingar t. d. Jap. Steenstrup,
Th. Kjerulf, C. W. Paijkull og K. Keilhack lekið
eptir ýmsu þar að lútandi. A ilestar þessar rannsóknir