Andvari - 01.01.1904, Side 55
leta jjykk, en ofan á er leirblandinn sandur, 1—2 fet,
og ofan á honum aftur stórgjörð mol, som verður meiri
eptir ]>ví sem dregur upp eptir dalnum, og eru þar mal-
arhjallar á báða vegu, en þar er leirinn þynnri. I leirn-
um bjá Bústöðum og Ártúni hafa ekki fundist stein-
gjörvingar, en út með vognum að norðvestan hefi eg
fundið skeljar í móhellu (saxicava og tellina) nokkur fet
fyrir ofan sævarhorð, þar eru og núnir huullungar við
dóleríthnúð, sem upp stendur undir móhellunni. Aust-
anvert við Elliðaárvoga eru stórvaxnir leirhakkar, 30—
50 fet á hæð og haldast þeir fram með sjónum við
Grafarvoga, Leirvogsá og alla leið inn að hotni Kolla-
fjarðar. Leirmyndanir nokkrar eru og á Kjalarnesi og
skeljar kvað hafa fundist í bakka skamt fyrir neðan
Saurbæ. Ofan á ieirnum eru allstaðar miklar malar-
myndanir, og takast þessir leir- og malarbakkar upp a])t-
ur fyrir innan Esju og við mynni Hvalfjarðar. Það er
auðsóð, að fjöruborð hefir um þessar slóðir allstaðar til
forna legið 120 fetum hærra eu nú.
Nálægt hotni Hvalfjarðar eru lágir leirbakkar hér
og hvar með ströudu fram og i þeim sumstaðar skeljar
t. d. við Brekku og milli Sanda og Hrafnabjarga á
nokkrum stöðum; hefi eg þar fundið kúskeljar og hörpu-
diska 10 15 fet yfir flæðarmáli. Líklega hefir sjór
einhverntíma gengið yfir eyðið fyrir ofan Akrafjall, en
um sævarmenjar þar get eg ekkert nánar sagt, af því
eg hefi ekki fariö þav um. Leirhakkar eru hér og hvar
kriugum Akranes og kvað þai- sumstaðar hafa fundist
skeljar t. d. í Heynesbökkum. Neðan til i Leirár- og
Melasveit eru miklar leirmyndanir frarn með sjónum og
nokkuð upp með ánum; hefir allt það undirlendi auðsjá-
anlega verið í sjó. I hinum háu Melabökkum kvað
skeljar hafa fundist og ellaust mundu þær finnast viðar,
ef að væri leitað. Við Leirá og Laxá fann Eggert
4