Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 69
við túnjaSarinn að norðvestanverðu, hérumbil 90 faðmá
frá sjó og 30 fet frá sævarmáli, fann eg margar skelj-
ar sðrriu tegundar sem |>ær, er ennþá lifa við strendur
íslands.1 Svo mikið er þar af rekavið, að sagt er, að
Ásgeir alþingismaður Einarsson liafi fengið heilan farm
á áttæring upp úr túninu. I mýrinni fyrir utan bæinn
kemur víða niður á rekavið, ef stungið er, og er hérum-
bil ein stunga niður að spítunum. Arið 1884 fundust
hvalkjálkar í túninu á Smáhömrum 40 faðma frá sjó.
Fram með Steingrimsfirði eru viða melhjallar að sunn-
anverðu, t. d. við Kirkjuból, milli Yíðidalsár og Kálfa-
ness og víðar. Eggert Olafsson fann srnáskeljar i ár-
bakka í Tröllatungudal alllangt frá sjó. Milli Ásmund-
arstaða og Klúku í Bjarnarfirði eru allmargar leifar af
gömlum malarkömbum; þar liggja hér og hvar i daln-
um stór björg af hnullungagrjóti og hefir is líklega fært
þau úr stað. Á Kaldrananesi eru skeljar i jörðu 18—
20 fel yfir sævarmáli og rekaviður nokkur. Þegar rið-
ið er norður Bala, sjást allstaðar reglulegir brimhjallar
frarn með sjónum 102 fet yfir sævarmáli, glöggastir
eru þeir við Brúará, Aspavik og Eyjar. Hjalla-
hrot sjást einnig víða fram með sjónum í Kaldbaksvík
og í Veiðileysu; gliiggastir eru malarkambarnir nálægt
Veiðileysuklifi; þar eru líka bi'imetnir skútar í klappirn-
ar á sömu hæð og malarkambarnir; kambar þessir eru
líka 102 fet yfir fjörumáli.
Oviða eru sævarmenjarnar jafn glöggar ogá Gjögri
norðan við Reykjarfjörð; nesið allt fyrir utan Örk hefir
legið í sjó; það er allt einn llatur malarhjallur með
tjörnum, vötnum og mvrum hið efra. Af Reykjanes-
hyrnu er góð útsjón yfir nesið; austur af Reykjanes-
1) Burcinum undulum, Purpura lapillus, Littorina grönlaud-
ica, L. obLusala, Tectura testudinalis, Modiola umbelicata.