Andvari - 01.01.1904, Side 82
76
efst meira en 300 fet fyrir ofan sævarmál. Þrándar-
holtshjallinn, hrúðurkarlar ]»eir sem Th. Kjernlf fann á
Mosfellsheiði, 400 fet yfir sjó, og nokkrar óglöggar sævar-
menjar í Borgarfirði henda ])ó á enn hærra fjöruborð;
finnast, ef til vill, sævarmenjar víðar á þeim stöðvum á
líkri hæð, en varla geta ])ær verið mjög almennar, ann-
ars hefði þeim optar verið veitt eptirtekt. Hafi sjór
gengið svo hátt á land upp lil forna, að hann hafi
staðið 4—500 fetum yfir fjörumáli því, sem nú er, er
líklegt, að annaðhvort hafi sævarflötur að eins stutta
stund haldist á þeirri hæð, svo öldurnar höfðu eigi tíma
til að hafa veruleg áhrif á ströndina, eða jökull hefir þá enn
])vi nær hulið allt land og gengið víðast í sjó fram, svo
strandlínur gátu eigi myndast nema á stöku stað.
Sævarmenjar á 130 feta hæð eru laug algengastar
á Suðurlandi eins og annarsstaðar; hjallarnir eru svo
miklir og breiðir, að sævarflötur hefir auðsjáanlega lengi
haldist á þeirri hæð. Jarðlögin ofan á leirnum bera
]iess vott, að landið hefir nú um tima verið að rísa úr
sjó. Allstaðar eru sandlög og hnullungalög ofan á leirn-
um, og í þeim líka stundum skeljar; viða er þar lika
móhella og skeljar í henni; árnar liafa borið sundur-
mulin móber. slög í sjó fram. Þessi sandlög sýna, að
árnar voru þá orðnar straumméiri, runnu brattara, af
því að landið var að rísa úr sjó, en leirinn barst lengra
burt. Sumstaðar eru auðsjáanlegar strandmyndanir með
margskiptum hnullunga og sandlögum, eins og í Foss-
vogi, og skeljai' líka í þeini. Yoldia-Ieirinn var botn-
myndun, leirinn hafði hægt og hægt sezt að á marar-
botni, sandlögin og skeljabakkarnir hafa myndast á
ströndu eða nærri ströndu. I þessum yngri myndun-
um eru allar skeljar af þeim hinurn sömu tegundum,
sem enn búa við strendur íslands; algengastar eru
sandmigur (saxicava og mya), hallokur (tellina) gimbur-