Andvari - 01.01.1904, Síða 100
Ö4
lóð á nokkrum stöðum og á dýpi frá 10 til 35 fðm.
Eg lagði hana 10 sinnum og fekk alls 70 fiska á hana,
en misti ])ó allmarga, því öngultaumarnir voru eigi
nógu sterkir. Önglarnir voru 80 að tölu, kolaönglar
snúnir, sem reyndust ágætlega. Beitt var að eins neta-
hleikjuslógi; sem reyndist góð beita, einkum hrognin.
Bsvar lagði eg lóðina þannig, að annar endinn var uppi
undir yfn-borði, en hinn í botni. Yarð ekki vart á hana,
nema þar sem hún var alveg í botni, eða lílið eitt á
lofti, svo ekki lítur út fyrir að silungurinn sveimi mikið
npp um vatnið, úti á djúpinu. Það sem fekst á þann
lóðarhlutann, sem var á lofti, var smátt.
Frekur helmingur af lóðaraflanum var djúpbleikja
(yfir 12" og 8/4 pd.), hitt var „depla“ og „murta“ (sjá
síðar). Vænstar bleikjur fekk eg á 20—30 fðm. í Mið-
fellsdjúpinu. Hin þyngsta var 0'/2 ]>d., en þyngstar
hafa þær fengist um 10 pd.
Djúpbleikja í fullum búningi er all-ólík vanalegri
netableikju, því hún er yfirleilt öll miklu ljósari. Bakið
ljósmógrátt, Idiðar Ijósar, silfurgljáandi, með gulrauðri
eða fjólublárri slikju neðan til og kviður hvítur. Kvið-
uggar og gotraufaruggi með ljósum röndum, en lítið
eða ekkert rauðir. En þessi litur er samt breytilegur
og eg fekk djúpbleikjur, sein voru svo líkar á litinn og
netableikjur. sem voru samtímis veiddar í Miðfelli, að
eg gat engán mun gert á. Þær sem voru svona litar,
höfðu allþroskuð, en aldrei fullþroskuð hrogn eða svil
og voru oftast miðlungsstórar. í hinum vottaði ekkert
fyrir þeim. Uggarnir allir minni. I maga djúpbleikj-
unnar voru oftast „murtur“ af ýmissi stærð og stund-
um lítið eitt af mýpúpum. Einkennilegt við allan djúp-
fiskinn smáan og stóran, var ]>að, að inniílin voru hálf-
samgróin innbyrðis og við þunnildin. Sundmaginn var