Andvari - 01.01.1904, Side 106
iöó
veiðinni um 189fí, en síðan hefur hún aukíst að rnuii.
Það geta líka verið allmikil áraskifti að veiðinni í Þing-
vallavatni. Fer hún að nokkru leyti eftir veðráttu.
Langvinnir álandsstormar geta t. d. tálmað murtuveið-
inni á sumum bœjum á haustin að miklu leyti.
Samkvæmt ])ví sem sagt er í skýrslu minni 1896,
hls. 123, er meðal veiði i vatninu talin nær 70000; þar
af 10000 af stór silungi; árið 1902 var veiðin ]>ar sam-
kv. veiðiskýrslunum 93500 alls, þar af líklega um 12000
af stórsilungi. Það bendir ekki á afturför.
En hvernig sem því nú er háttað, þá væri það
æskilegt að menn vildu þyrma stórsilungnum meðan
hann er að hrygna. Að minsta kosti væri auðvelt að
frjófga hrogn úr bleikju þeirri, er hrygnir á haustin,
þegar hún er tekin lifandi í netunum og kiekja þeim út
í kaldavermsla vatninu í gjánum, t. d. hjá Þingvöllum,
þar sem einrnitt er veitt mikið af riðableikju á Drætt-
inum.
Eftir því sem sagt er áður um haustmurtuna, ])á
litur út fyrir að hún sé fullvaxin, svo ekki er ástæða lil
að hlífa henni af þeirri ástæðu að hún sé uppvaxandi
smáíiskur. En það er innan um hana uppvaxandi fisk-
ur og honum ætti að þyrma. Þar sem það er víst að
djúpbleikjan lifir aðallega á murtu, þá væri fremur á-
stæða til að eftirláta henni nuirtuna, en veiða aftur
djúpbleikjuna, miklu meir en nú er gert. Margt af
henni er mjög vænt og ekki er hún öll mögur, sjálfsagt
fátt af henni eins magurt og staðin, útgotin riðableikja.
— Sá er hængur á með djúpbleikjuveiði, að menn hafa
nú ekki fólk né tíma til að stunda þá veiði langt úti í
vatninu (því á minna dýpi en 20 fðm. erekki tiltökumál
að veiða hana), um annríkari hluta ársins. En etlaust
mætti veiða hana í 'riet og á lóðir niður um ís á vetr-
um. — Margir munu ekki vilja missa af haustmurtu-