Andvari - 01.01.1904, Síða 127
121
kostaði dýra dóma1 og mikil umsvif. Það er loks með
Iögum 12. janúar 1900 að reynt er að kippa jiessu í
lag, og liefur })að tekizt að mörgu leyti, þótt œskilegt
hefði verið að lögin i ýmsum atriðum hefðu gengið skör
framar.
Lög þessi eiga langa sögu. Málinu var fyrst lireyft
á lögfræðingafundum Norðurlanda 1878 og 1875, og
var ])á samið frumvarp til laga um fjármálefni hjóna, er
loks eftir langa mæðu og miklar stórþingsumræðurtókstað
lögleiða i Noregi og kom þar út sem lög 29. júní 1888.
En margar endurbætur vilja verða nokkuð hægfara,
enda tókst ekki Dönum að setja samskonar rjettarbót
lijá sjer fyr en með lögum 7. april 1899, sem eru að
mestu sniðin eftir hinum norsku lögum, |)ó með ýms-
um smærri breytingum, er heppilegri þóttu. Það hefur
vanalega verið svo á seinni árum, að sú Norðurlanda-
])jóð, sem fyrst hefur sett lög hjá sjcr um eitthvert efni,
hefur verið höfð til fyrirmyndar af hinum Norðurlanda-
ríkjunum við samning samskonar laga. Ilin dönsku lög
7. apríl 1899 eru samin af tveim hinum helztu lögfræð-
ingum Dana, þeim dr. juris Nellemann, fyrverandi
dómsmála- og Islands-ráðherra, og dr. juris Deuntzer,
fyrrum prófessor í lögum en nú ráðaneyiisforseta. Höfðu
þeir verið kvaddir lil þessa starfa af stjórninni, og var
frumvarpi þeirra fylgt af rikisþinginu í llestum greinum.
Aljiingi Islendinga hafði árið 1895 skorað á stjórn-
ina að semja og leggja fyrir þingið frumvarp lil laga
um fjármál hjóna og tók stjórnin málinu allvel, en
stakk upp á, að ])ví væri skotið á frest þar til er Danir
hefðu setl hjá sér samskonar liig, er þá þegar voru í
undirbúningi, enda var það í samræmi við þá hreyfmgu,
1) El' Ijánminiv þeir, er kaupmálinn bljóðaði um, nánm meiv
en 2000 kr,, vur liorgunin 127 kr. 33 uur.