Andvari - 01.01.1904, Síða 132
Í26
ir yrðu sjereign konunnar þótt enginn kaupmáli væri
gjörður.
2. Samvæmt 2. kafla 11. greinar laganna má
bóndi ennfremur eigi án sani])ykkis konu sinnar skuld-
binda fjelagsbúið með loforðnm um gjafir eða gefa úr
]iví svo, að það á einu ári fari fram úr 5 hundruðustu
af skuldlausri eign búsins við næstu árs ok á undan;
breyti hann gegn þessu, getur hún þó eigi riftað gjöf-
inni, heldur á hún aðeins rjett á skaðabótum af sjer-
eign hans, ef nokkur er, eða af hans hluta fjelagsbúsins,
þá er því verður skift.
3. I 26. grein laganna segir svo: „Nú rekur gift
kona henni sjálfstæða atvinnu, sem eigi aðallega er stofnuð
nje henni viðhaldið með fje bónda hennar eða fjelagsbúsins,
og hefur hún þá meðan hún lifir, ein og án samþykkis
bónda síns eða fjárráðamanns, umráð yfir arði þeirrar
atvinnu og yfir því, er sannað verður, að hún hafi aflað
sjer fyrir atvinnuarð sinn. Meðan hún lifir, má eigi
taka fje þetta til lúkningar skuldum þeim, sem bóndi
hennar tiefur stofnað, nerna samþvkki hennar korni til.“
Gift kona hefur þannig fullkomin umráð yfir því sem
hún vinnur sjer inn t. a. m. sem kenslukona, yfirsetu-
kona, við saumaskap og þvott, oggeta skuldheimtumenn
mannsins eigi gjört fjárnám í þessu aflafjehennar eða því
sem er keypt fyrir ]iað, nema samþykki hennar komi
til. En hjer við er sá hængur, að hún verður, ef til
kemur við fógetagjörðir að sanna, að hlutirnir sjeu afla-
fje hennar, og að færa gildar sönnur á það er vanalega
mjög örðugt.
Það skal tekið fram, að lögin gjöra eigi aílafjeð
að sjereign konunnar; það er eign samfjelagshúsins, en
konan hefur ein umráðin yfir því. —
Þegar fjelagsbú er með hjónum, geta skuldheimtu-