Andvari - 01.01.1904, Side 159
1S3
ílötu nefinu og raðar honnm umhverfis oggin. Þegar
þessi dúnn er frá honam tekinn, hefur haun ekki meira
til af þroskuðum dún. Tekur hann það þá stundum
til bragðs að reita af sér fiður og hý. Hlúir liann með
því að eggjunum og reitir gras og annað rusl til við-
bótar. Eru engin dúndrýgindi að slíku.
Þótt þetta vaki fyrir sumum þeirra, er dúninn taka,
])á mun hitt ])ó vera aðalástæðan, að ná dúninum áður
en hann skemmist af vætu. Væri það ekki lastandi, ef
eigi væri tjón að þvi á annan hátt. Ef fuglinn á að
halda öllum eggjum sinum, sem sjálfsagt er, þá veitir
honum ekki af öllum dúninum. Ávalt er dúnninn nauð-
synlegastur þar sem eggin eru mörg.
Það gera sumir mikið orð á ]>ví, hve mikill hagur
sé að því fyrir gæði dúnsins að taka hann áður en
æðurin leiðir út. En alt of mikið er úr sliku
gert, og sést það fljótt ef vel er að gætt, að mönnum
verður lítill hagur að þessu.
Þó dúnninn sé þannig tekinn, er aldrei loku skotið
fyrir þnð, að hann verði sumur fyrir vætu og hrakningi.
Þessi aðferð leiðir og til þess, að sumur dúnninn verði
miklu útlitsverri en ella. Þegar fuglinn er sviptur dún-
inum, reitir hann grös og rusl í hreiðrið, og hrærir því
saman við dún þann sem eptir cr skilinn og spillir
honum mjög.
Þó allur dúnninn sé látinn bíða til útleiðsluloka,
þarf enganveginn svo að fara, að hann hrekist að mun.
Þegar góð er tíð, næst hann stundum nálega allur ó-
hrakinn. Þá rótar og kollan minna um í hreiðrinu,
svo dúnninn heldur sér að mestu saman sem ein heild.
Er þá auðveldara að skilja hann frá rusli ])ví sem und-
ir liggur. Þó svo færi nú að dúnninn vökni í hreiðr-
unum, þarf ]>að eigi að skemma hann að mun. Ef
hann er strax þurkaður, næj1 hann sér fuj-ðu vel aptur