Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 10
10 STÚDENTABLAÐ Þórbergur Þóröarson rithöfundur: Nú er fíflið komið Úr minningum sr. Árna Þórarinssonar. Móðir mín tók að ympra á því við mig, eft- ir að ég var kominn suður til Reykjavíkur, hvort ég vildi nú ekki reyna að ganga mennta- veginn. En ég galt fljótt nei við því og sagði: ,,Ég hef engar gáfur til þess“. Þá svaraði mamma: ,,Þú hefur ekkert vit á því. Þú veizt það ekki fyrr en reynt er. Það þarf ekki miklar gáfur til. Hann Jens rektor sagði við mig einu sinni: „Þeir, sem nota tim- ann vel, þokast hérna gegnum skólann, þó að þeir hafi litlar gáfur“. Þegar ég var þingsveinn, hafði ég alltaf komið forstofumegin inn í skólann og gengið í gegnum hann á kamarinn, og nú var mér nautn í að geta svarað mömmu til: „Ef ekki þarf meira en fara gegnum skólann, þá hef ég gengið það nokkrum sinnum“. En hún þreyttist aldrei á að færa þetta í tal við mig um sumarið og gerði alltaf orð á því, hvað ég væri gáfaður. En dóma sína um gáfur minar studdi hún alla við ferming- una fyrir austan og gætti ekki þess, að þar skildi ég ekkert. Þetta var tómt minni og næmi. Ég neitaði alltaf að eiga nokkuð við skólanám. Þingi lauk, og þá fór mamma til Magnúsar Andréssonar og bað hann að kenna mér lat- ínu. Hann var þá orðinn kandídat í guðfræði og biksupsskrifari. Magnús lofaði að veita mér tilsögn og hana ókeypis. En ég sat fastur við minn keip og þvertók fyrir að koma nærri námi. Svo kemur fyrsti október. Mamma linnir aldrei látum að nudda í mér með skólaveg- inn og segir Magnúsi, að mig langi ósköp mik- ið til að læra. En drottinn minn, það var nú annað. Einn dag gerir hún sér lítið fyrir og kaupir hjá Einari Þórðarsyni prentara latn- eska orðmyndafræði eftir einhverja latínu- kennara lærða skólans, lumar sig með hana heim til Magnúsar og biður hann að merkja við fyrstu lexíuna. Síðan kemur hún heim með bókina, fær mér hana og segir: „Hann Magnús biður þig að koma í tíma klukkan átta í fyrramálið“. Ég tek við skruddunni og sendi henni í gólfið og geng út. Mamma kem- ur á eftir mér grátandi. Þá gekkst mér alveg hugur. Ég gat ekki horft upp á hana gráta, sný aftur inn og sezt við að læra fyrstu beyg- ingu nafnorðann: forma, formam, formae, forma, formas, formarum, formis. Þetta virtist óviðráðanlegt. Ég var óskap- lega lengi, gekk í raun og veru ekkert, sem varla var heldur við að búast, nýkominn af smalaþúfunni og mega aldrei hugsa. Ég and- varpaði eins og krakkarnir á Snæfellsnesi: Ég gat þetta ekki. Næsta morgun lalla ég í tíma til Magnúsar. Hann bjó í húsi Geirs kaupmanns Zoega við Vesturgötu, næst dyrum norðanmegin gangs- ins á neðri hæð. Hann hlýddi mér yfir beyg- inguna. En það gekk tregt. Með mér voru þarna í kennslu þeir Magnús Björnsson, síðar prófastur á Prestsbakka, Moritz Finsen, son- ur Óla P. Finsens póstmeistara, Kristján Jóns- son frændi minn frá Ármóti og Pétur Hjalte- steð. Nokkru síðar bættist við lærisveinahóp- inn hávaxinn maður, 28 ára gamall. Það var Árni Jónsson síðar prófastur á Skútustöðum. Hann hafði verið þrjú ár í Vesturheimi og kunni ensku eins og innfæddur. Um jólaföstukomu höfðum við lokið við að

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.