Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 25
STtJDENTABLAÐ 25 greinum, sem þeir stunduðu það misserið. Ekki þykir nauðsynlegt að hafa strangt eftirlit með prófum, enda talið að lítið sé um prófsvik við skólann. III. Hér verður ekki úr því skorið, hvort amer- iskir skólar séu bétri eða verri en tilsvarandi stofnanir annars staðar. — Ég þekki í fyrsta lagi engan áreiðanlegan mælikvarða til að mæla „gæði“ tiltekins skóla. 1 öðru lagi get- ur slíkur samanburður varla talizt knýjandi. Sá skerfur, sem íslenzku vesturfararnir kunna að leggja til síns þjóðfélags að námi loknu, ætti að vera óháður því, hvort einn skóli í veröldinni sé talinn öðrum fremri. Ég get aðeins fullyrt, að allar aðstæður til náms við Cornell háskóla eru hinar prýðilegustu, og er þar með engum skugga kastað á aðrar menntastofnanir. Hins vegar hefir álit amerískra skóla nokkur áhrif á það, hvort íslenzkt námsfólk, er ætlar utan, fer vestur um haf eða til annarra landa, enda þótt kostnaðarhlið málsins ráði jafnan miklu um slikt val. Ennfremur getur traust það, er vesturfar- arnir almennt njóta hjá íslenzkum stjórnarvöld-' um og ráðamönnum, valdið nokkru um þau starfsskilyrði, sem þeim verða sköpuð, eða þeim tekst að skapa sér. Verkfræðingafélag íslands hefir nýlega lagt til, að þeir Islendingar, sem ljúka aðeins „bach- elor“-prófi í verkfræði við ameríska háskóla, skuli ekki öðlast réttindi til að kalla sig verk- fræðinga hér á landi. Til þess verða þeir að taka „masters“-próf. Það munu allir sammála um það, að æskilegt sé að fá hingað sem bezt menntaða verkfræðinga, og það því fremur, sem við höfum jafnan fáa sérfræðinga miðað við aðrar þjóðir. Yfirgnæfandi meirihluti amer- ískra verkfræðinga lýkur aðeins „bachelor“- prófi, og þar sem almennt mun viðurkennt, að Bandaríkin standi framar flestum, ef ekki öll- um öðrum þjóðum að tækni og verklegri menn- ingu, þá er vandséð, hvernig við getum fellt þann dóm, að þeirra verkfræðimenntun sé að mun lélegri en verkfræðimenntun á meginlandi Evrópu, en þangað hafa íslenzkir verkfræðingar sótt til náms allt fram að annarri heimsstyrj- öldinni. IV. Það hefir margsinnis verið sagt við mig síð- an ég kom heim, að þeir sem fari til Ameríku verði montnir mjög og geri lítið úr flestum hlutum hér. Þessi orðrómur virðist svo algeng- ur, að það hefir orðið mér íhugunarefni og ráð- gáta, hvaðan hann sé runninn. íslenzk dagblöð hafa við og við birt fréttir af námsfólki vestra, og munu flestar hafa verið meinlitlar. En út úr sumum fregnunum hafa menn lesið, að íslendingar sköruðu fram úr öðru fólki að gáfum og dugnaði, og jafnvel að fegurð. Gylfi Þ. Gíslason, dósent, býst ekki við því, og kveður það vel vera, í grein í Stúdenta- blaðinu frá 1. desember 1942, að stúdentar við Háskóla íslands ætlist til álika lofs eða kæri sig um það, sem félagar þeirra vestan hafs. Ég hefi ekki fylgzt með því, hve margar lofgreinar hafa birzt um íslenzka Bandaríkjastúdenta í íslenzkum blöðum, og því síður er mér kunnugt um hvaðan þær eru runnar. Mér er þó nær að halda, að þær séu svo fáar, að skoða verði staðhæfingu G. Þ. G. sem ranga ályktun og ómaklega af þeim forsendum, sem fyrir hendi lágu. Það er annars ekki nýtt, að íslenzk dagblöð flytji fregnir um frækilega frammistöðu Islend- inga erlendis. Þau virðast grípa slíkar fregnir fegins hendi, og engu síður frá Evrópu en Ameríku. Er ekki fyrir það að synja, að þeir,. sem hafa yndi af oflofi, kunni að misnota góð- vilja blaðanna. Má gera ráð fyrir, að til Amer- iku hafi farið menn með þessa lyndiseinkunn, og það verður ekki útilokað, að þeir hafi slæðzt til Þýzkalands t. d., eða annarra Evrópulanda. Þessi fréttaflutningur islenzkra dagblaða mun þó eiga sinn þátt í að skapa umgetinn orðróm um okkur vesturfarana. Einn kunningi minn sagði við mig hér á dög- unum: „Það er einkum tvennt, sem auðkennir íslenzka stúdenta, er þeir koma heim að loknu námi. Þeir sjá, að margir hlutir fara verr en en skyldi, og þeir hafa áhuga á að bæta úr.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.