Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 39

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 39
S T Ú DENTABLAÐ 39 Hvenwr fá stúdentar Gamla garð? Þannig hefur um fimm ára skeið verið um- horfs kringum Stúdentagarðinn, sem nú er almennt kallaður Gamli Garður. Allan þann tima hefur hann verið hernuminn af erlendu setuliði, en íslenzkir Háskólastúdentar hafa þar hvergi mátt stíga fæti sínum. Það er óþarft að rekja hér allar þær tilraunir, sem Garðsstjórn og stúdentar hafa gert til þess að reyna að fá Garð lausan úr hershöndum, en þær hafa hingað til allar reynzt árangurs- lausar. Brezka herstjórnin hefur fært ýmsar á- stæður fyrir synjununum sínum um að rýma Garð, en með stríðslokunum í Evrópu hafa allar aðstæður breytzt svo mjög, að Bretum getur ekki lengur verið nein þörf á því að hafa hér sjúkrahús. Stúdentum er aftur á móti knýjandi nauðsyn að fá Garð fyrir næsta haust, því að sýnilegt er, að Nýi Garður get- ur ekki fremur nú fullnægt húsnæðisþörf stú- denta en undanfarin ár. Einnig vantar til- finnanlega húsnæði fyrir mötuneyti. Ritari stjórnar Stúdentagarðanna hefur tjáð blaðinu, að stjórnin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að fá Garð lausan svo snemma, að hann geti að minnsta lcosti að einhverju leyti verið íbúðarhæfur í haust. Hafa umræður verið teknar upp við brezka sendiherrann hér um þetta efni. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja um árangur þeirra viðræðna, en sendiherrann hefur lofað að greiða fyrir þvi að stúdentar geti fengið Garð til afnota sem fyrst. Þá hef- ur Garðsstjórn óskað þess við sendiherrann að fá að athuga á næstunni hvaða skemmdir hafi orðið á húsinu, til þess að hægt sé að hefja nú þegar undirbúning að viðgerðum á Garði, svo að þær geti hafizt samstundis og Bretar flytja þaðan. Hefur sendiherrann tek- ið þeirri beiðni vel. Stúdentar munu einhuga fagna því að heimta heimili sitt aftur úr hershöndum. Vilja þeir ekki að óreyndu trúa því, að Bretar haldi fyrir þeim Stúdentagarðinum löngu eft- ir stríðslok í Evrópu, og vænta þess því að geta þegar á komandi hausti dregið íslenzka fánann aftur að hún á Gamla Garði.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.