Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 31

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 31
STÚDENTABLAÐ 31 manns hjarta leitaði eftir hjarta hans. Hvers virði voru þá þessar gáfur, þessir hæfileikar, þessi, þessi ónáttúra. Hvers vegna var hann ekki annað hvort maður meðal manna eða guð meðal guða, en ekki eins og tengiliður milli tveggja skauta, er hvorugt fékk snert? Ég veit ekki hvort þið trúið því að hann hafi formælt skapara sínum“. Það féll skriða í fjarska og sarghljóðið líkt og kafnaði niðri í djúpu gljúfri. Það bærðist ekki barmur í vagninum, engu líkara en skrið- an hefði fallið ofan á þá alla. Og rödd hans barst eins og neðan úr djúpu gljúfri. „Honum var kalt og hann var hræddur eins og barn, sem er lokað úti í myrkrinu. Hans myrkur var ópersónuleg aðdáun fjöld- ans, sem getur orðið jafn heimsk og skilnings- laus og hatur hans. Hann var að bíða ósigur, allt hans líf var ósigur, ekkert var til að sigrast á“. Við vorum komin niður undir heiðarbrún og ókum yfir Rauðuskriður. Þar vafraði einn tunglskinsbletturinn um, en sá var ekki bleikur, heldur rauður í rauðum skriðunum. Ásjóna tunglsins sjálfs virtist jafnvel hafa roðnað að mun. Neðan úr dalnum ómaði klukknahljómur, er fór sívaxandi og orkaði á litaskynjun mína og gerðist dumbrauður, rauður eins og allt annað, sem ég skynjaði. En við biðum eins og dauðadrukknir menn eftir síðasta fullinu, sem hlaut---------Og nú kom að því. Sögumaðurinn reigðist og teygðist í sætinu eins og togazt væri á um hann, rödd hans magnaðist með klukkna- hljóðinu og brast öðru hverju í hrikalegum hlátrarokum. „Nei, snillingurinn bíður aldrei ósigur. Nú er minn tími kominn til að slá vopnin úr höndum ykkar allra. Ég er hann, Nú skuluð þið sjá, hversu auvirðilegt það er í minum augum, sem þið hafið dýrkað eins og skurð- goð, dýrkað það af því þið þekktuð það ekki eða skilduð, eins og þið dýrkið persónugerv- ing þess alls og kallið guð. Allt sem þið dýrk- ið og dáið, allt sem þið hatið og ofsækið, skiljið þið jafn illa, af því stafar dýrkun ykk- ar og hatur“. Rómur hans var rammur eins og svartasti galdur, heitur eins og blóðspýtingur, vitfirrt- ur eins og látbragð manns, sem stendur á öðrum fæti og beygir sig út yfir yztu nöf á botnlausu hengiflugi. Andlitið var hvítara en hundrað ára hausskel og brá draugslega lit við dimmrautt tunglsskinið. 1 því bærðist ekkert líf, nema í augunum, sem brunnu eins og kaldur hrævareldur. Hann brá við snöggt, og þá stöðvuðust öll hjörtun í vagninum og enginn dró andann framar. Það voru aðeins 20 afmynduð andlit, galopin augu og gliðnað- ir drættir. Klukknahljóðið dundi æ hærra eins og beljandi foss, eða var það fosshljóð? ,,Nú skuluð þið fá að sjá kvika mynd af endalokum sögunnar. Blínið á þau og reynið ekki að hafa augun af þeim“, blés glóðheitt fram úr gínandi hvítleik andlitsins, „af enda- lokum þeirrar ónáttúru, sem ekki er guðs og ekki manns“. Það blikaði á stál í blóðrauðu skininu. Hann hló. Hann hóf upp söng. Hann söng, hann söng. Stálið leiftraði í löngum bogum. Á háls, á háls. Stálbogi, blóðbogi. Korr-r-r-r-r-r-r-r-. Svíðandi heitar blóðslettur á andliti mínu og höndum, blóðvott heiðanáttmyrkur. Blóð og myrkur, blóð og myrkur. Ég hrökk upp og kveikti. Náttfötin mín voru gegndrepa af svita. Ég teygði mig eftir bók, sem lá á borðinu, en tók ekki eftir bréf- miða ofan á henni fyrr en hann datt á gólf- ið. Ég tók hann upp. Það var krotuð vísa á bréfmiðann. Fyrriparturinn var illlæsilegur, en seinni hlutinn var svona: „Og blindur fyrir einu, er aðrir sáu, eigin hæfileikum, skar ég mig á háls“. Nú fór mig að ráma eitthvað i það, sem gerzt hafði í gærkvöldi, já, nú mundi ég það svo vel, sem við var að búast. Bekkjarséníið hafði setið inni hjá mér, eftir að við höfðum Framh. á hls. 44.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.