Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐ 9 greinum, en það mundi hafa víðtæk og örv- andi áhrif á athafnir og verklegar fram- kvæmdir í landinu. 2. Með því næðist aukið menningarlegt sjálf- stæði, og kennslumál ríkisins væru þá ekki með öllu ósjálfbjarga í jafnmikilvægum at- riðum og teknisk málefni eru nú og munu verða framvegis. 3. Með því sparast erlendur gjaldeyrir, sem næmi tveggja ára náms- og dvalarkostnaði allra þeirra stúdenta, sem lykju fyrra hluta prófi hér við háskólann, en stunduðu fram- haldsnám erlendis í véla- og rafmagnsverk- fræði, stærðfræði, stjörnufræði o. fl. En auk þess sparaðist að miklu leyti erlendur gjaldeyrir í 4—5 ára námskostnað þeirra stúdenta, sem lykju námi í byggingarverk- fræði hér við háskólann, en mundu ella stunda allt sérnám sitt erlendis. 4. Þótt námið sé fyrst og fremst fræðilegt og að því leyti alþjóðlegt, væri unnt að haga sérnámi byggingarverkfræðinganna eftir verkefnum og aðstæðum hér á landi. 5. Þeim stúdentum, sem stunduðu nám í fram- angreindum fræðigreinum, yrði miklum mun léttara að kljúfa kostnað við námið hér en erlendis. í sambandi við fjölgun íslenzkra verkfræðinga, sem að sjálfsögðu leiddi af stofnun verkfræði- deildar við háskólann, má benda á, að miðað viö íbúatölu munu vera færri verkfræðingar hér á íslandi en í nokkru öðru menningarlandi. Þannig eru á Norðurlöndum um tvöfallt fleiri starfandi verkfræðingar miðað við íbúatölu en hér á ís- landi. Verkfræðikennslunni við Háskóla íslands hefir hingað til verið haldið uppi við mjög erfiðar aðstæður. Nú er byrjunarerfiðleikun- um að miklu leyti lokið, og virðist þá ekki vel ráðið að víkja frá settu marki, með því að leggja rtiður kennslu í byggingaverkfræði, en um það hafa verið skiptar skoðanir. Ef það yrði að ráði, væri verkfræðideildin aðeins undirbúningsdeild í verkfræði. Þá yrði í raun- inni éngin verkfræði kennd við deildina. Hagur þjóðarinnar er nú betri en nokkru sinni áður, og nú eru frámmi miklar og margs- konar ráðagerðir um verklegar framkvæmdir í landinu á komandi árum. En jafnframt verð- ur að hugsa fyrir því og sjá um það, að þjóð- in eigi á að skipa sérfræðingum til þess að vinna þessi fyrirhuguðu verk, þvi að Islend- ingar og þeir einir eiga að framkvæma þau mannvirki, sem gerð eru á íslandi. Hér hefir verið mikil vöntun á verkfræðingum síðast- liðin ár, og nú munu flestir geta fallizt á, að ekki hefði horft vænlega um nægilegt starfs- iið við allar þær verklegu framkvæmdir, sem fyrirhugaðar eru, ef kennsla í verkfræði hefði ekki verið hafin í Háskóla Islands. Ef þær vonir, sem tengdar eru við framtíð þjóðarinnar, eiga að rætast, er nauðsynlegt að auka tekniska menntun í landinu og Há- skóli Islands á að hafa þar forgöngu. VÍSUR Þig dreymir daga og ncetur, dreymir meöan tilveran grætur, og bíður og biöur, biður að sól renni upp. Þó veiztu að vetur káldur er kominn, kominn í bæinn, og sumar þinna hljóðu drauma er horfið, horfið í sæinn. Það var eitt sinn í leit þinni langri að lausn frá Jieimsins angri, að sást tvö augu, tvö yndisleg augu, sem horfðu á þig, — horfðu en hurfu. . Síðan Jiefurðu gengið og gengið um götur og stræti, þar sem Jiáreisti og læti, hlátur og kæti, Jiafa sitt ból. Þar Jiefurðu leitað og leitað að lífs þíns sól, • áugum, sem Jiorfðu og horfðu, en Jiurfu . y r . . T. V.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.