Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 17
STÚDENTABLAÐ 17 Benedikt Jakobsson íþróttastj.: Þættir úr íþróttasögu Háskólans Haustið 1927 lofaði Háskólaráð allt að 500 kr. styrk til þess að halda uppi æfingum í leik- fimi fyrir háskólastúdenta. Vorið áður hafði nokkuð verið rætt meðal stúdenta um þörfina á bættu íþróttalífi í Há- skólanum. 1 félagi stúdenta frá 1925 hafði fyrir forgöngu Guðmundar Karls Péturssonar verið kosin nefnd til þess að vekja áhuga stúdenta fyrir þessu efni. Enginn almennur stúdenta- fundur var þó haldinn um málið; en vafalaust hefir þessi vakningaralda haft nokkur áhrif á stofnun félagsins 1928. Aðalforgöngu málsins hófu guðfræðinemarnir Þorgrímur Sigurðsson og Sigurjón Guðjónsson. Ennfremur læknaneminn Guðmundur Karl Pétursson. Söfnuðu þeir fyrst undirskriftum þeirra manna, sem sækja vildu leikfimiæfingar. Er séð þótti, að þátttaka yrði nægileg, var kenn- ari ráðinn, Björn Jakobsson, og húsnæði fengið í leikfimisal Menntaskólans. Allir háskólastú- dentar höfðu aðgang að æfingunum og hófst kennslan í nóvember 1927. Þegar æfingar þessar voru komnar á fastan kjöl, fóru menn að ræða um, að þörf væri á að stofna* félag, er sæi um, að æfingar þessar féllu ekki niður. Uppástungur komu ennfremur fram um það, að hefja æfingar í frjálsum íþrótt- um. Á fundi Stúdentaráðs 11. desember 1927 voru mál þessi rædd, og er eftirfarandi útdrátt- ur tekinn úr fundargerð þess fundar: „Ragnar Ölafsson hreyfði íþróttamálum stúdenta. Bar hann upp þá spurningu, hvort réttara mundi vera, að væntanlegt íþróttafélag yrði algerlega óháð Stúdentaráði Háskólans, eða að það ætti til dæmis einn mann í stjórn þess. Ráðsmenn komu sér saman um, að heppilegast myndi reynast, að það væri algjörlega sjálfstæður fé- lagsskapur, borinn upp af áhugamönnum, hlið- stæður til dæmis söngfélaginu. Var Sigurjóni Guðjónssyni, Ragnari Ólafssyni og Þorgrími Sigurðssyni falið fyrir hönd Stúdentaráðins að' gangast fyrir stofnun slíks félags á grundvelli leikfimifélagsskapar þess, sem þegar er á fót komið fyrir tilverknað einstakra manna og at- beina, Stúdentaráðsins um útvegun f járins." Menn þessir athuguðu síðan skilyrðin fyrir stofnun félagsskapar meðal stúdenta til efling- ar íþróttum. Að því loknu boðuðu þeir til fund- ar um málið. Fundurinn var haldinn í Háskól- anum miðvikudaginn 18. janúar 1928. Lögðu þeir félagar fram uppkast að lögum fyrir íþróttafélag Stúdenta. Samþykkt var að stofna félagið og nefnd kosin til að athuga lagaupp- kastið. Laugardaginn 21. janúar sama ár var haldinn fundur á ný. Voru þá lög félagsins samþykkt og stjórn félagsins kosin. Kosningu hlutu þessir: Þorgrímur Sigurðsson formaður, Sigurjón Guðjónsson ritari, og Ragnar Ölafsson gjaldkeri. Stofnendur voru 24, þar á meðal ýmsir kunnir menn.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.