Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 11
STtJDENTABLAÐ 11 læra höfuðbeygingar nafnorðanna, en sleppt þó ýmsu úr, sem ekki þótti eins nauðsynlegt að nema í bili. Þá vorum við látnir fara að spreyta okkur á latneskum stíl. Hann var nú ekki margbrotnari í byrjun en setja saman eitt lýsingarorð og eitt nafnorð í sömu tölu og sama kyni og falli. En það tókst nú samt ekki björgulegar hjá mér en svo, að þegar ég átti að þýða þáguföllin fleirtölu villtum björnum, ursis feris, varð það á latínunni að nefnifalli eintölu og þágufalli fleirtölu: villtur björnum, ursis ferus. Með jólaföstu fórum við að lesa svolítið í dæmisögum Esóps á latínu. Það gekk engu siður stirðlega, og Magnús sagði við okkur: „Ykkur gengur öllum illa.“ En við mig sagði hann sérstaklega í lok hvers tíma, eftir að hann sá, hvernig ég stóð mig í stílunum: „Blessaður láttu mig ekki sjá þig oftar.“ En ég kom samt alltaf aftur, þéttur fyrir og þegjandi. Mamma rak mig af stað með harðri hendi, hvenær sem ég ætlaði að láta skútyrði Magnúsar draga úr mér kjark. Þó átti ég það kannski mest tveimur götustrák- um að þakka, að ég gafst ekki upp í þessu stríði, sem mér fannst orðið harla vonlaust uppátæki. Einn morgun litlu eftir að stílarnir byrjuðu lalla ég norður Aðalstræti í tíma til Magnúsar. Þá spóka sig þar fram hjá mér tveir strákar og góna á mig og annar segir: „Þessi er nú farinn að læra latínu hjá Magn- úsi Andréssyni.“ Þá hrópa ég upp með sjálfum mér: „Guð almáttugur! Þetta er þá komið út um allt. Nú má ég aldrei gefast upp, því að þá yrði sagt: Hann var svo vitlaus, að hann gat ekk- ert lært.“ Að læra latínu var í þá daga eins og að leggja stund á æðstu speki. Svona gekk í þessu þófi fram til jóla. Ég kom vafrandi í tímann til Magnúsar og var alltaf jafn-vitlaus. Og hann tók mér oftast með þessum sömu orðum: „Ennþá ertu kom- inn. Hvað ertu að vilja?“ Og sagði, þegar ég fór: „Blessaður látu mig ekki sjá þig oftar!“ En ég kunni ekki að skammast min og Séra Árni Þórarinsson kom eftir sem áður röltandi í tímana. Og það er einhver mesta mikilmennska, sem ég hef sýnt í lífinu, að láta aldrei bugast í þessari baráttu. Nú kom jólaleyfið. Þá segir Magnús við okkur um leið og hann gefur okkur fríið: „Þið getið litið í stílabækurnar og rifjað upp fyrir ykkur bölvaðar vitleysurnar, sem þið hafið gert, og farið yfir það, sem ég er búinn að lesa með ykkur í lestrarbókinni.“ Og ennþá einu sinni brýndi hann fyrir okk- ur, hvernig við ættum að fara að því að læra og verða menn: „Þið eigið aldrei að lesa öðruvísi en með spenntum huga. Sumum hættir við að dotta yfir lestrinum og vakna svo upp við það, að þeir eru með athyglina einhvers staðar langt frá bókinni. En þið kunnið ekki að læra fyrr en þið getið lesið í herbergi, sem í er tveggja stiga frost og verðið eftir klukkutíma að fara úr jakkanum vegna svita. Þið verðið að æfa ykkur þindar- laust í þeirri íþrótt að læra að læra. Og það er ef til vill mesta gáfan.“ Ég tók nú að hugleiða þessi heilræði Magn- * úsar og einsetti mér að verja jólaleyfinu sem

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.