Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 37

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 37
STÚDENT ABLAÐ 37 gerðir sínar vegna vanheilsu. En 14. okt. s. 1. varði svo Björn Sigfússon magister rit- gerð sína, Um Islendingabók. Þá hefur heimspekideild Háskóla íslands sæmt prófessór Ólaf Lárusson doktorsnafnbót á sextugsafmæli hans fyrir skömmu. En próf. Ólafur hefur, eins og mönnum mun kunnugt vera, lagt mikla stund á islenzk fræði og innt af hendi brautryðjendastarf á sviði byggða- sögu landsins. HáskólaráS kýs rektor. Hinn 14. maí s. 1. kaus háskólaráð Háskóla Islands dr. Ólaf Lárusson, próféssor juris, rektor Háskólans til næstu þriggja ára. Próf. Ólafur mun taka við starfi sínu 15. sept. n. k. Lög sainþykkt á Alþingi um breytingu á og viðauka við 1. nr. 36 frá 1909 um laun háskólakennara og um breyt- ingu á lögum nr. 21 frá 1936 um Háskóla Is- lands. Frumvarp til laga þessara var fram borið að ósk Háskóla Islands og felur í sér þrjár breyting^r frá gildandi lögum: 1) Með 2. gr. frv. eru lögfest embætti þeirra tveggja dósenta í viðskiptafræðum, sem nú eru. 2) Samkv. 3. gr. frv. skal stofna tvö dósents- embætti, í bókmenntum og sögu, við heim- spekideild Háskólans. 3) Þriðja breytingin er sú að setja lög um verkfræðideildina, sem starfað hefur síðan haustið 1940. Skulu þrír prófessorar vera í deildinni. Auk þeirra breytinga, sem hér um ræðir, voru samþykkt lög frá Alþingi um stofnun dósentsembættis við guðfræðideildina, sem bundið skyldi við nafn séra Björns Magnús- sonar á Borg. Nýir prófessorar og dósentar. Háskólanum hafa bætzt margir nýir og góðir starfskraftar á síðastliðnu ári og þeim hluta ársins 1945, sem þegar er liðinn. Um leið og Stúdentablaðið býður þessa nýju læri- feður velkomna, þykir til hlýða að halda þeirri siðvenju að birta teiknimyndir af þeim góðu mönnum: Dr. Þorkell Jóliannesson hefur verið skip- aður prófessor í sögu við heimspekideildina. og dr. Einar Ól. Sveinsson prófessor í bók- menntum við sömu deild.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.