Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 35

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 35
STÚDENTABLAÐ 35 Bjarni Benediktsson stud. theol.: UM OKKUR MENNINGUNA Og mér vitraSist, aS vegfarinn, hvers sló8 ég fetaSi hafSi fellt hann. Ég formœlti ferSamanninum af heitu hjarta og hélt síSan áfram. Gert á vetrardegi í síöustu heimsstyrjöld ÞaS var myrkur um miSja nótt og gustur í þokunni. — En ég þekkti heiminn: Litill kofi í lautardragi, gluggalaus og grjót í kring. Og rétt viS kofann kliSaSi lind á landamœrum heimsins og tómsins, sem tók þar viS. Um lágnœttiS sótti ég vatn í lindina. Og ég stikláSi öruggur steinana, ég þekkti afstÖSu þeirra innbyrSis, þótt ég gœti ekki greint þá í myrkrinu. Og ég vissi, aS alheimurinn endaSi viS lindina litlu og ég var hiS eina af öllu. Eitt sinn, er ég reis úr rekkju minni var undarlegt um aS litast: HeiSin var böSuS björtu Ijósi, endalaus eins og hverfulleikinn. Og lengst í fjarska reis fjallahringur af bylgjum blámans. Og borgir hillti yfir örœfi og eySisanda. Mér bárust hlátrar aS hlustum, og fótatök fólksins á strcetunum sungu mér í eyrum frá öllum vegum á sólvangi sumardagsins. — Áfengi gleSinnar fór um œSar mínar, og ég hélt af staS ú t á heiSina áS finna fólkiS á strœtunum og hloeja meS því í hallargörSum. Ég klifraSi kletta, og kolgrá vötn óS ég óhikaS undir hendur. Nokkru síSar sá ég spor í sandinum. ÞáS fór um mig fagnaSsstraumur og ég fetáSi sporin langa lengi. — Og ég gekk og gekk, unz gat áS líta lík gamals manns á grœnni flöt. — / brjósti hans stóS bitur fleinn. Éftir œSitíma kom ég aftur aS líki öldungsins. Og ég spurSi sakbitnu hjarta: Er þaS slóS mín eigin, sem ég gekk og gekk? — Hef ég þá fariS í hring?------- Ég tók mér hvíld í holóttri urSinni og horfSi til himins. Og ég spurSi af hljóSi: Hver er ég — og hvar? Og eftir nokkra umhugsun bœtti hjartaS viS: Og hvers vegna? — Handan viS urSir heiSarinnar skína borgir i blámanum. Bak viS hafiS rísa há fjöll. Og þótt ég sjái aSeins efstu tindana órar mig fyrir fögru landi, er laugar mold sína í sólregninu. Ég gekk í hring á heiSinni. Og hvítu borgirnar og háu fjöllin birtast mér aSeins í bláum draumi, því’S ég fann ekki veginn. Ég villtist í Ijósinu.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.