Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 22
22 STtJDENTABLAÐ ar við náðartilboði Guðs, því skulum við svara Guði að gefa gaum að orðum hans. „Hver sem því heyrir þessi orð mín og breyt- ir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, sem byggði hús sitt á bjargi“. Þess vegna eigum við að hal'.a kristni á Islandi, að það er hyggilegt. 1 Kristi opinberast Guð mönnunum, þann vitnisburð lét hann eftir sig. Við trúum þessum sannleika, af þvi að við höfum reynt hann. Hann er okkar líf, sannleikurinn um Krist. Hann dæmir okkur, af því að við erum svo lágir. En hann hefur okkur upp, af því að h mn er til orðinn handa okkur. Veitum þessum sannleika viðtöku. — Guð hjálpi okkur til r.ð halda kristni á fs- landi. — Guð blessi ísland. NÚ ER FlFLIÐ KOMIÐ Framh. af hls. 12. Hinn 28. desember lötra ég upp í skóla sem endranær og er stillt upp fyrir neðan töpp- urnar. Þá gerðist það undur, sem aldrei hafði áður gerzt í ferðum mínum upp í skólann: Ég þýddi eina spumingu r ct, sem piltar lögðu fyrir mig. Þá hrópa þeir upp: ,,H-a-a! Hvað er þetta? Hann kemur með hana rétta(!) Daginn eftir var mér ennþá stillt upp fyrir neðan tröppuriiar, og þá svaraði ég einni spurningu rétt, en vitleysurnar flutu auð- vitað alls staðar á milli. Þá urðu piltar undr- andi og sögðu: „Það er einhver skíma bak við þetta. Það er eitthvað að kvikna inni í honum. Það er varla að búast við því burð- ugra, nýkominn úr fjósinu og ekki mátt hugsa.“ Sjálfur hafði ég svo lítið álit á mér, að ég sá ekki til neins að bera við að reyna að hugsa. Á gamlársdag voru skólapiltar farnir að spá vel fyrir mér. „Það er eitthvert Ijós að kvikna í þessum peya. Þó átti ég það mest Valtý og Ólafi að þakka, að mér fór þetta fram í latínunni. Þeir útlistuðu alltaf fyrir mér með virðingu og þolinmæði, eins og ein- hverju væri upp á mig púkkandi. Nú líður og bíður þar til 2. janúar. Þá fer ég í tíma til Magnúsar klukkan átta um morg- uninn eins og áður. Ég bjóst við sömu við- tökunum og ég var orðinn vanur. En í þetta sinn mun Magnúsi hafa gleymst að segja: „Enn ertu kominn. Hvað ertu að vilja?“ Hann lét okkur gera latneskan stíl í tím- anum og stóð yfir okkur á meðan. Og nú lét hann okkur í fyrsta sinn mynda setningar með sögnum, eins og til dæmis: „Ég sit, þú sazt, hann mun sitja. Ekkert sagði hann við mig sérstaklega, þegar við fórum úr tímanum. Næsta morgun, 3. janúar, var Mangús ekki klæddur, þegar við komum í tímann, og kenndi okkur, meðan hann fór í fötin, því að hann átti að vera kominn í skrifstofu biskups klukkan níu og hafa etið morgunverð áður. Undir eins og við erum seztir, segir hann við okkur: „Hér skeði mikið undur í gær.“ „Hvað var það?“ spurði einhver okkar. Það var þó ekki ég, sem spurði, því að ég fann samstundis á mér, hvað undrið mundi vera. „Getið þið!“ svaraði Magnús. Enginn reyndi að geta upp á neinu. „Þið getið þess aldrei, þó að þið verðið að til æviloka. Hann Árni Þórarinsson hefur gert stíl, sem ber eins og gull af eiri af öllum stílunum." Hann undanskildi þó stíl Árna Jónssonar. „Ég skil ekkert í, hvaðan honum er komin þessi vizka. Svona feil hef ég aldrei tekið á nemanda." Allur lærsveinahópurinn glápti á mig eins og undraveru. Það var ekki heldur að furða. Það var ekkert vit í mér, þegar við skildum fyrir jólin. Eftir þetta kveið ég aldrei fyrir latínunni. Ég lagði við hana ákaflega mikla alúð, en hafði héðan í frá mjög lítið fyrir að tileinka mér hana. Og ég man ekki til, að eftir þetta jólafrí væri hlegið að mér fyrir vitleysu, þó að ég væri vitlaus.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.