Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 43

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 43
STÚDENTABLAÐ 43 Viöskiptafrœði: Gunnar Hjörvar L eink. 252 stig. Gunnar Vagnsson I. eink. 312 stig. Hjörtur Pétursson I. eink. 270% stig. Kristinn Gunnarsson I. eink. 291% stig. Magnús Þor- leifsson 11,1. eink. 202% stig. Stefán Niku- lásson 11,1 eink. 228 stig. Stúdentablaðið óskar þessum ungu candi- dötum gæfu og gengis á lífsleiðinni, StúdentaráS. Fyrst í apríl gerðust báu tíðindi, að stjórn- arskipti urðu í Stúdentaráði. Nú er stjórn þess skipuð þeim Guðm. V. Jósefssyni stud. jur., sem er formaður, Ásgeiri Magnússyni ritara og Jóhannesi Elíassyni gjaldkera. GarSsstjórn. Magnús Jónsson stud. jur., sem ganga átti úr stjórninni var einróma endurkosinn af stúdentaráði. Garðprófastur er Kristján Eld- járn magister, en Sigurður Áskelsson stud. jur. inspector domus. Lánasjóður stúdenta. Stjórn skipa: Björn Árnason, aðalendur- skoðandi ríkisins, formaður, skipaður af ríkis- stjórninni; Ölafur Björnsson dósent, skipað- ur af Háskólaráði, og Sigurður Áskelsson, stud. jur., skipaður af Stúdentaráði. Leikfélag stúdenta hefur nú rúmlega eins árs starfsferil að baki sér. Stofnendur félagsins voru stúdentar þeir, er leikið höfðu í leikritinu „Pygmalion“, sem flutt var í útvarpið á vegum stúdentaráðs í fyrravetur auk annarra áhugamanna. Aðal- hvatamaður að stofnun félagsins var þó Stefán Eggertsson, og var hann kosinn fyrsti formaður þess. Tilgangur félagsins er að glæða áhuga stúdenta á leiklist og leikmálum og halda uppi leikstarfsemi innan háskólans. Á þessu eina starfsári hefur félagið haldið nokkra fræðslufundi og staðið fyrir flutningi tveggja leikrita í útvarpi á tveim síðustu kvöldvökum Stúdentaráðs. Stjórn félagsins skipa nú: Jakob V. Jónasson stud. med. form., Friðný Pétursdóttir, stud. mag., ritari, og Benedikt Antonsson stud. oecon. gjaldkeri. Skákfélag var stofnað í fyrravetur og hélt reglulega æfingafundi hvert föstudagskvöld. Stjórn þess skipa nú: Jón Þorsteinsson stud. jur, form., Sveinn Ásgeirsson stud. jur, ritari, og Ingólfur Pálmason stud. mag., gjaldkeri. Stúdentafélag Háskólans. Stjórn skipa: Halldór Þorbjörnsson stud. jur. formaður, Þorvaldur Ágústsson stud. med. ritari, og Jón Þorsteinsson stud. med. gjaldkeri. Stúdentafélag Reykjavíkur. Stjórn skipa: Einar Ingimundarson cand. jur. formaður, Sigurður Áskelsson stud. jur., Brandur Brynjólfsson cand. jur., Benedikt Bjarklind cand. jur. og Gunnar Cortes læknir. Félag rótlœkra stúdenta. Stjórn skipa: Eiríkur Hreinn Finnbogason stud. mag. formaður, Guðmundur Árnason stud. jur. ritari og Sigurður Baldvinsson stud. jur. gjaldkeri. Félagið gefur út „Nýja stú- dentablaðið“. Vaka, félag lýðrœSissinna&ra stúdenta. Stjórn skipa: Axel Ó. Ólafsson stud. jur. form., Valgarður Kristjánsson stud. jur. gjald- keri, Páll Tryggvason stud. jur. ritari, Árni Ársælsson stud. med. og Tómas Tómasson stud. jur. Félagið gefur út „Blað lýðræðis- sinnaðra stúdenta“. Félag frjálslyndra stúdenta. Stjórn skipa: Sveinn Finnsson stud. jur. form., Óttar Þorgilsson stud. med. ritari og Ólafur Jensson stud. polyt. gjaldkeri.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.