Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 21
STtJDENTABLAÐ
21
Þórir Kr. Þóröarson stud. theol.:
A að halda kristni
á (slandi?
Áttundi maí var ekki aðeins gleðidagur.
Hann var lika alvörudagur, því að við minnt-
umst þess þá, sem óunnið er, verkefnanna,
sem bíða.
Eitt þeirra er kirkjan. Burt með alla hel-
vítis kirkju, segja sumir. Aðrir íhuga fyrst og
álykta síðan, við fylgjum þeim.
Hvað er kirkjan? Jón Vídalín orðaði það
vel, þegar hann segir: „Kirkju Guðs á Islandi,
minni hjartkæru móður“. Kirkjan er þá ekki
félagsskapur, þar sem biskup er yfirmaður.
Ekki kirkja Islands, heidur kirkja Guðs á fs-
landi. Náðartilboð Guðs til íslenzkra manna
flutt af syndurum, sem allt hefur verið fyrir-
gcfið, af því að þeir þáðu fyrirgefninguna.
Okkar hjartkæra móðir, sem fóstrar trú okk-
ar, af því að hún boðar Krist. Og hvar sem
tveir eða þrír eru samankomnir i hans nafni,
þar er kirkjan, því að þar sem Kristur er, þar
er hún. En hún segir okkur líka sannleikann
um sjálfa okkur eins og góð móðir. Þú hef-
ur brotið boð Guðs, lesum við í Guðs orði. En
hefir kirkjan, Guðs orð, andi helgur ekkert
annað að flytja en fyrirdæming, að ég sé
ekki að vilja Guðs?
Jú, gleymdu ekki að kirkjan er náðartil-
boð Guðs til okkar. Guð hefur fyrirgefið og
sýnt kærleika, en sýnt þessa fádæma duttl-
unga að segjast senda son sinn í líki dauðlegs
manns og láta negla hann á tré með þrem
nöglum. En þú reynir svo, að einmitt þessir
duttlungar, sem þér virtist áður vera, eru líf-
taugin, sem þú hangir á. Þú sérð það, þegar
þú hefur öðlast skilninginn á eðli okkar mann-
anna, og að við þekkjum langtum æðri vilja,
vilja Guðs, sem við erum ekki í samhljóðan
við. Það heitir synd á máli Biblíunnar. Og
vegna þessarar syndar kom Jesús Kristur.
Það er mönnum hneyksli. En samt. er það
eini boðskapur kirkjunnar. Ef forsendan sú
fellur, þá er kirkjan dauð. Á samri stundu og
hún hættir að boða Krist, hættir hún að vera
kirkja. Hún lifir í Kristi og fyrir Krist. Og
þennan dýrlega boðskap heyrum við, að Krist-
ur kom og varð eins og við til að gefa okkur
fordæmið, gefa okkur þróttinn, og hann gekk
jafnvel fyrir okkur þá leið, sem kærleik-
urinn ætlast ekki til, að við göngum á eftir
honum, að taka afleiðingunum af því, hvern-
ig við erum.
Þessi er boðskapurinn, þetta er náðartil-
boðið. Það er Kristur. Þetta er kirkjan.
Hvað eigum við svo að gera við þessa
kirkju? Hverju eigum við að svara Guði?
Það er viðfangsefnið. Menn verða að læra,
að það þarf að taka afstöðu. Ég verð að læra
það. Við viljum margir halda kristni, en þor-
um það? Þorum við að hlusta á Krist? Hann
segir: ,,Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja
hans, hann mun komast að raun um, hvort
kenningin er frá Guði, eða ég tala af sjálf-
um mér.“ Þorum við að taka þetta skref?
Setja kristindóminn í prófraunina. Leita til
Guðs. Lesa Guðs orð, já, þaullesa það. Rann-
saka ritningarnar. Þá sjáum við það, að vilji
Guðs er okkur ofviða án Krists. Þá leitum
við til okkar hjartkæru móður, kirkju Guðs.
Þá leitum við Krists. Það skal vera svar okk-