Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 14
14
STÚDENTABLAÐ
Ég myndi telja æskilegt, margra ástæðna
vegna, að íslenzkir stúdentar skiptust nokkuð
jafnt á þessi þrjú lönd, en þó yrði íslenzki
stúdentahópurinn í Kaupmannahöfn fjöl-
mennastur. Því að Höfn er íslenzkur háskóla-
bær, jafn íslenzkur og Kongens Köbenhavn
er dönsk, og um margt islenzkari en okkar
eigin höfuðstaður.
Þá væri og æskilegt, að íslenzkir stúdent-
ar gætu valið um háskólabæina í Skandínavíu
án tillits til efnahags. En námsdvöl í þessum
bæjum er mjög misdýr. Sem stendur er hún
langdýrust í Stokkhólmi. Gengi skandínav-
ísku krónanna er og misjafnt. Möguleikarnir
til námsstyrkja eru einnig mjög misjafnir.
1 Danmörku eiga íslenzkir stúdentar aðgang
að hinum myndarlega Sáttmálasjóði. 1 Noregi
eigum við Snorrasjóð, sem þó ekki hrekkur
langt, en í Sviþjóð eigum við ekki aðgang
að neinum námsstyrkjum. Mér virðist sjálf-
sagt, að við úthlutun opinberra styrkja til
stúdenta, sem ætla að stunda nám í Skandí-
navíu, sé tekið tillit til gengismunar, þannig
að þeir, sem i Svíþjóð ætla að dvelja, fái
jafnmargar sænskar krónur mánaðarlega og
þeir norskar, sem til Noregs fara. Þar að auki
ættu styrkirnir að útborgast með ,,index“,
miðuðum við það, hve dýrt er að lifa í hin-
um einstöku háskólabæjum. Mér finnst einn-
ig, að íslenzka ríkið ætti nú að taka rögg á
sig og auka Snorrasjóð um nokkur hundruð
þúsund krónur og stofna námssjóð til styrkt-
ar íslenzkum stúdentum í Svíþjóð, er næmi
um hálfri miljón sænskra króna. Stofnun
slíkra sjóða af íslands hálfu myndi meir en
flest annað sannfæra frændþjóðir okkar um,
að okkur er alvara með allt talið um nauð-
syn menningarlegrar sambúðar við þessar
þjóðir. öruggasta tryggingin fyrir því, að
menningarsambönd okkar við þær verði
traust og fjölþætt er vafalaust sú, að margir
ungir fslendingar leiti þangað árlega til náms,
og að svo sé í haginn búið, að þeir ekki aðeins
öðlist þar sérmenntun, heldur einnig menntun
•og mönnun á þessara þjóða hátt og fái sem
mest alhliða kynningu af löndum þeirra, lifn-
aðarháttum og menningu.
Ég hef ekki þá oftrú á menningarþorsta
og fróðleiksfýsn íslenzkra stúdenta, að ég
telji bættan fjárhag þeirra fullkomið öryggi
fyrir því, að þeir tileinki sér betur menningu
þess lands, er þeir dvelja í, en ég álít þó, að
bættur fjárhagur auki möguleikana fyrir því,
að svo verði. Vel mætti og veita eitthvað
fé með skilyrðum, er tryggðu, að það kæmi
að tilætluðum notum. Oft hef ég t. d. óskað
þess á undanförnum árum, að „Félag íslenzkra
stúdenta“ í Stokkhólmi hefði til umráða ár-
lega dálitla fjárhæð, sem nota mætti til að
styrkja efnalitla félagsmenn, er taka vildu
þátt í fjallferðalögum sænsku stúdentafélag-
anna í jóla- og páskaleyfunum, eða létta und-
ir bagga með þeim, sem gjarnan hefðu vilj-
að taka þátt í stúdentamótum og námsskeið-
um af ýmsu tagi, en ekki töldu sig hafa ráð
á því. Þá er og þýðingarmikið, að stúdentarn-
ir fái fjárhagslega hjálp til eflingar eigin fé-
lagsstarfsemi, að stúdentafélögin séu t. d.
styrkt til kaupa á íslenzkum blöðum, bókum
og tímaritum, svo að stúdentarnir fái fylgst
sem bezt með því, er skeður í heimalandinu,
meðan þeir dvelja erlendis. Engum íslenzk-
um peningum mun hafa verið betur varið á
þessum stríðstímum en þeim styrk, er Hafn-
arstúdentamir fengu til kvöldvökustarfsemi
sinnar.
Ég gat þess í upphafi þessa greinarkorns,
að ég gleddist yfir því, hversu margir íslenzk-
ir stúdentar virðast hafa hug á að stunda
háskólanám í Skandínavíu næstu árin. Ég
hygg, að þetta gleðji alla þá íslenzku stúdenta,
er dvalið hafa í skandínavískum löndum á
stríðstímunum og sérstaklega þá, sem hafa
látið sér annt um íslenzkan stúdentafélags-
skap í þessum löndum. Við höfum sárlega
þráð nýja, unga stúdentaárganga. Stúdenta-
félög þurfa árlegrar uppyngingar við, ef nafn-
ið stúdentafélag á að geta haldizt sem rétt-
Framli. á bls. 33.