Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 50

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 50
50 STÚÐENTÁBLÁÐ TJÖLÐ SÓLSKÝLI Saumum allar gerðir af tjöldum og sólskýlum, höfum ávallt fyrirliggjandi margar stærðir. EINNIG: Svefnpokar, Bakpokar, Sporlfatnaöur allsk. „GEYSIR" h. f. Fatadeildin. Ólafur prófessor Lárusson er löngu viðurkenndur sem einn gerhugulasti og vandvirkasti fræðimaður þjóðarinn- ar. Einkum eru ýmsar athuganir hans og ritgerðir varð- andi byggðarsögu landsins stórmerkar og athyglisverðar Það er því engum vafa undirorpið, að hann er lang- fróðasti maðurinn í þeim efnum, sem vér eigum á að skipa. Þær ritgerðir Ólafs, sem nú hafa verið gefnar út í bókarformi, eru tólf talsins. Hafa ellefu þeirra birzt í ýmsum ritum á árunum 1925—1943, en sú tólfta, Hít- ará, hefur ekki verið prentuð áður. Flestar þessar rit- gerðir eru áhrærandi byggðarsögunni og hver annarri merkari. Má þar ekki sízt tilnefna fyrstu og lengstu ritgerðina í bókinni, Úr byggðarsögu landsins. — Allir þeir, sem íslenzkum fræðum unna, sögu þjóðarinnar og menningu, munu fagna mjög útkomu þessarar bókar. Hið stórmerka efni hennar var áður á víð og dreif í eldri og yngri ritum. Nú hefur því verið safnað á einn stað og er aðgengilegt hverjum manni. Ólafur prófessor Lárusson hefur lagt fram svo mikilsverðan skerf til þjóðarsögunnar með þessum greinum, að ekki var vansalaust að vita þær dreifðar út um hvippinn og hvappinn. Útgáfu þessari verður því áreiðanlega vel fagnað, ekki aðeins af menntamönnum þjóðarinnar, heldur einnig af allri alþýðu manna. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju h.f. Ólafur Lárusson BYGGÐ og SAGA Skálholtsprentsmiðja h.f.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.