Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 13
STÚDENTABLAÐ
5
skipan um þessar mundir, að það hlaut að
verða þyrnir í augum höfuðskörunga vestrænn-
ar siðmenningar. Hér voru bændur svo óguð-
legir að kunna lestur og skrift og ráða laga-
setningu í landinu, en samkvæmt forskrift
kirkju- og konungsvalds áttu þeir að vera
óvirkir þolendur guðdómlegra stjórnarvalda. í
Konungsskuggsjá, norsku riti frá því um 1260,
segir, að konungur „er tignaður og miklaður
á jörðu og allir lúta til hans sem til guðs“, af
því að „konungurinn merkir guðlega tign, því
að hann ber nafn sjálfs guðs, og situr hann í
hinu hæsta dómarasæti á jörðu, og er það svo
að virða sem maður tigni guð sjálfan, þá er
hann tignar konung fyrir nafn þess sakar, er
hann hefir af guði“ (Kon. skuggsjá, útg. Kh.
1920, bls. 185).
Þessi guðlega upphafning valdsins hefur
komið íslenzkum þjóðveldismönnum spánskt
fyrir sjónir, því að þeir vissu ekki betur sn öll
völd ættu upptök sín hjá lýðnum. Þeir játast
undir erlendan einvaldskonung, en sníða völd-
um hans í upphafi þröngan stakk. Islendingar
þekktu vel stjórnarhætti norsku konunganna;
Snorri Sturluson hafði skrifað um þá stórvirki
og dregið óspart fram rangsleitni þeirra og of-
beldi við bændur og höfðingja. Islenzkir höfð-
ingjar vissu, að konungsvaldið var þeim hættu-
legt, ef það næði að eflast. Þess vegna rísa þeir
upp til varnar hagsmunum sínum með styrk
alþýðu, um leið og þeir gefast upp og framselja
þjóð sína erlendum valdhafa. Héðan í frá átti
íslenzk alþýða og höfðingjastéttin sameiginlegra
hagsmuna að gæta gegn konungsvaldinu; þess
vegna verður sjálfur uppgjafai’sáttmálinn varn-
ar- og sóknarskjal þjóðarinnar í viðnáms- og
sjálfstæðisbaráttu. A Sturlungaöld hafði vegur
alþingis farið þverrandi. Það mun hafa verið
háð öll árin, en reglulegt allsherjarþing hefur
það varla verið, þegar flokkadrættir voru mest-
ir, og þess er getið 1238, að Gissur Þorvaldsson
sendi einn manna sinna, Hjalta Magnússon, með
flokk til þess að hleypa því upp. Nú hefst veg-
ur þess að nýju, því að „alþingi er gert að vígi
höfðingja- og bændastéttar gegn konungsvald-
inu (E. 01.: Æ. 275).
„Jarlinn viljum vér yfir oss hafa . .
„Jarlinn viljum vér yfir oss hafa, meðan hann
heldur trúnað við yður, en frið við oss“. Það
er mikið sjálfsöryggi og reisn í þessum setn-
ingum. „Hér er það alþýðan, bændurnir, sem
hafa orðið. Það eru þeir, sem semja, ekki jarl-
inn“ (E. Ol.: Æ. 277).
En hvers vegna varð jarldómurinn ekki lang-
lífur á Islandi?
Til þess liggja margar orsakir, og ein er e. t.
v. sú, að Gissur Þorvaldsson er orðinn einmana
gamalmenni, þegar hér er komið, þótt hann
væri ekki nema 54 ára að aldri. Öll börn hans
voru dáin, og Haukdælaættin átti engan, sem
gæti erft jarlstignina. Sjálfur átti Gissur ekki
langt eftir ólifað, og það er óvíst, að hann hafi
nokkru sinni orðið raunverulegur Islandsjarl.
Hitt er annað, að jarldómurinn samrýmdist ekki
vel einvaldskonungdæminu norska. Jarl var
þjóðhöfðingi, eins konar vísikonungur. Norskir
jarlar höfðu oft keppt um krúnuna við sjálfan
konunginn, en með falli Skúla jarls 1240 var
riðinn endahnútur á þá baráttu. I Hirðskrá
Magnúsar lagabætis segir:
„Það er hið þriðja, er vitrum mönnum finnst
mest, að snotrir konungar hafa oftlega fundið
óeinurð jarlanna stundum til sín, en stundum
til sinna foreldra, og því er það réttast, að kon-
ungur hafi í sínu valdi að sæma þann mest af
sinni föðurleifð og fremja þann, sem hann finn-
ur sér hollastan og sig vill mest við leggja hans
boðskap að gera bæði innan lands og utan, því
að hans eign og óðal er allt landið, og eigi er
handselt, að bætur gefist, þó að annars sé
freistað.
Það er hið fjórða, sem ljósast er, að oft hefur
löngum stundum engi jarl verið í Noregi, og
hefur það almúganum hægast verið, þvi að
sjaldan hefur réttur smælingjans við það batn-
að, að margir hafi yfirboðarar verið í senn‘
(Norges gamle Love II. b., nr. 14, bls. 403).
I Noregi voru dagar jarlanna taldir, en þar
með er ekki sagt, að jarlsdæmi gætu ekki verið
innan norska ríkisins. I Hirðskrá segir einnig:
„Sá er annar háttur jarls nafns, er Noregs
konungur gefur þeim mönnum, er hann skipar
yfir skattlönd sín. Fyrst Orkneyjar við því skil-
yrði, sem vottar sættarskrá Sverris konungs og
Haralds jarls og með þeim fleirum einkamálum,
sem komu í sættargerð Magnúss konungs Há-
konarsonar og Magnúss jarls Gillibertssonar,
þá er þeir sættust í Björgvin, þá er liðnir voru
frá burðartíma vors herra Jesu Kristi M vetra
cc vetra LX og VII vetrur á iiij ári ríkis Magn-
úss konungs, sonar Hákonar konungs. Svo og