Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 14
6 STÚDENTABLAÐ ef konungur gefur jarl til íslands með slíku skilorði sem konungi sýnist með guðs forsjá og góðra manna ráði“ (N. gl. L. II. b., nr. 14, bls. 403). Jarlsdómur á Skotlandseyjum. Skozku eyjarnar komust undir Noregs kon- ung á 11. öld, og voru Orkneyjar jarlsdæmi, en smákóngar ríktu á Suðureyjum. Meðan borgarastyrjöld geisaði í Noregi á 12. öld, losn- aði mjög um tengslin milli þessara landa, en sambandið hélzt þó að nafni til. Ef ófriður kom upp milli höfðingja á eyjunum eða eygjaskeggj- ar lentu í stríði við Skota, þá rifjaðist upp fyrir þeim jörlum og kóngum, sem svarið höfðu Noregskonungi hollustueiða, að þeir voru undir norsku krúnunni og leituðu norsks flotastyrks gegn andstæðingnum. Eyjaskeggjar stóðu í upp- reist gegn Sverri konungi 1193—94, en Har- aldur Maddarðarson, Orkneyjajarl, baðst griða, þegar Sverrir bjóst til að fara með her á hend- ur honum. Þá svipti konungur jarl öllum yfir- ráðum á Hjaltlandi, en setti þar norska sýslu- menn. Orkneyjum hélt jarl, en missti þar all- mikið af tekjum sínum, og norskir sýslumenn voru settir þar til yfirstjórnar við hlið hans. Eftir dauða Sverris kom aftur til uppreistar á eyjunum, en þær urðu ekki hættulegar yfir- ráðum Norðmanna, af því að nú steðjaði hætta að þessum löndum úr nýrri átt. Veldi Skota- konungs hafði vaxið allmjög um þessar mund- ir, og skozkir stórhöfðingjar sóttu til yfirráða í norðri og vestri. Eyjaskeggjar þurftu því að velja, hvort þeir vildu heldur lúta Norðmönn- um eða Skotum, og þeir völdu þá, sem fjær lágu; þeir voru komnir í úlfakreppu og gátu ekki haldið fornu sjálfstæði og máttu ekki eyða orku sinni í innbyrðis óeirðir, ef þeir áttu ekki að verða algjörlega landræningjum að bráð. Norðmönnum reyndist þó um megn að halda Suðureyjum til lengdar. Hákon gamli gerði út mikinn flota 1263 til þess að hrinda þar ágengni Skota, en árangur herfararinnar varð lítill, og Hákon lézt í þeirri för. Flotaveldi Noregs varð allfrægt af för þessari, en Magnúsi lagabæti var ókleift að leggja í nýjan leiðangur einungis til þess að auglýsa norska sjóveldið. Hann gekk því til samninga við Skota og seldi þeim eyj- arnar 1266 fyrir allháa upphæð, sem var reynd- ar aldrei greidd, og Skotakonungur skyldi greiða honum 100 merkur silfurs í skatt af eyjunum á ári. Noregs konungur gefur því upp syðstu skattlönd ríkisins, um leið og hann tryggir norsk yfirráð á eylöndunum í norðan- verðu Atlantshafi, Islandi og Grænlandi. Greinirinn. A 13. öld verður veldi jarla í norska ríkinu miklu minna en það hafði nokkru sinni áður verið; þeir hverfa úr sögunni heima í Noregi cg eru neyddir til þess að láta af höndum mik- inn hluta af tekjum sínum og völdum í skatt- löndunum. Jarlstignin hélzt lengst í Orkneyj- um, af því að þar þurfti eins konar þjóðhöfð- ingja á staðnum til þess að hamla gegn skozkri ásælni, en fátt hefur verið fjær norskum höfð- ingjum en efla jarla til valda á Islandi og Fær- eyjum. Reynslan af jörlunum kemur skýrt fram í hirðskrá Magnúsar konungs, sem áður var í vitnað; þar kemur bæði fram reynsla konungs og almúgans, „að sjaldan hafi réttur smælingj- ans við það batnað, að margir hafi yfirboðarar verið í senn“. í Ólafs sögu helga lætur Snorri Sturluson Hrærek konung á Heiðmörk segja á stefnu fylkiskonunga, þegar um það er rætt að taka Ólaf til konungstignar í Noregi: „Satt er það, að mjög er niður fallið ríki Haralds kon- ungs hins hárfagra, er enginn hans ættmaður er yfirkonungur í Noregi. Nú hafa menn hér í landi ýmiss við freistað. Var Hákon Aðal- steinsfóstri konungur, og undu allir því vel. En er Gunnhildarsynir réðu fyrir landi, þá varð öllum leitt þeirra ofríki og ójafnaður, að heldur vildu menn hafa útlenda konunga yfir sér og vera sjálfráðari, því að útlendir höfð- ingjar voru þeim jafnan fjarri og vönduðu lítt um siðu manna, höfðu slíkan skatt af landi sem þeir skildu sér“ (ísl. fornrit XXVII., Hkr. útg. 1945, bls. 47). Það sjónarmið kemur nckkrum sinnum fram hjá bændum á Sturlungaöld, að bezt sé að hafa enga höfðingja, þeir eru ekki stjórnleys- ingjar, en vilja efla allsherjarþingin. En verði þeir að sitja uppi með einhvern höfðingja, þá fylgja þeir framsýnustu einveldi, það sýnir at- burðasaga Sturlungaaldar. Arið 1262 varð ljóst, að þessi höfðingi yrði ekki innlendur, en við það breyttist viðhorf bænda til höfðingjanna að nýju. Héðan í frá var þeim ekki neitt keppi- kefli að efla innlendan einvaldsherra, norska konungsvaldið hafði fengið sig fullreynt á slík- um höfðingjum, og í landinu voru fornar stjórn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.