Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 17

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 17
STÚDENTABLAÐ 9 nefnt ofangreind atriði fyrst, af því að þau eru komin til framkvæmda og eru mikilsverðir liðir í því, að staðurinn fái betri svip. En auðvitað þarf að reisa kirkju í Skálholti og prestsetur er skylt að reisa, þar eð lögin um skipulag prestakalla gjöra ráð fyrir því, að presturinn, er nú situr að Torfastöðum, verði fluttur í Skálholt og Torfastaðir seldir upp í kostnaðinn við Skálholt. Margar raddir hafa heyrzt um það mál í heild. Kirkju er óhjákvæmilegt að reisa, því gamla kirkjan, sem enn stendur, er orðin mjög hrörleg, enda þótt það tækist að færa hana til síðastliðið sumar. Það er augljóst mál, að hún má ekki sjást sumarið 1956, enda kemur hún þá ekki neinum að liði vegna smæðar. Hinsveg- ar gæti ný kirkja verið komin það langt í smíði sinni, að notast mætti við hana að einhverju leyti. Þó verður hún í öllu falli heldur lítil á hátíðinni sjálfri. Það hefur verið gjört ráð fyrir, að hún rúmi um 250 manns. Miðað við fjölda sóknarmanna nú er það allt of mikið rúm, því sóknin er fámenn, rúml. 60 manns. En úr því að jarðarfarir til sveita eru oftast nær mjög fjölmennar og einnig mætti gjöra ráð fyrir, að samkomur kirkjulegar væru haldnar í Skál- holti, þá þótti ekki fSert að hafa hana öllu minni. Tvær spurningar koma strax fram. Önnur um gerð kirkjunnar og útlit, hin um staðsetn- ingu hennar. Það er ómögulegt að smíða einhverja eftir- líkingu að öllu leyti af eldri kirkjum á staðn- um, og það kemur varla til greina að nota ann- að eða önnur efni eða aðferðir við smíði hennar en nútímans. Nútíminn er hér að reisa sér minnismerki um leið og Skálholti er sýnd- ur verðugur sómi. Til þess að hægt sé að nota kirkjuna sem raunverulegt guðsþjónustuhús, þurfa fornar venjur og ný tækni að haldast í hendur. Verkefnið, sem húsameistara ríkisins hefur verið fengið til úrlausnar, er að mörgu leyti alfrjálst, enda er það álit þess sérfræðings, sem bezt þekkir til hinna fornu kirkna í Skál- holti, Hákons Christies, að svo eigi að vera. Oddbogastíll fer ekki vel í steinsteypu, segja margir, gott og vel, þá skal hann ekki notaður. Krosskirkja gæti verið hentug lausn, því óhjá- kvæmilegt er, að í kirkjunni verði nokkurt safn fornra muna. Þeim mætti koma fyrir í stúkunum. I raun og veru er aðeins um eitt að- alskilyrði að ræða, og það er, að menn geti séð, að hér standi kirkja. En sú kirkja verður að vera að nokkru leyti í tengslum við for- tíðina. Hvernig ætti annars að koma hinum gömlu legsteinum fyrir í henni, svo að ósam- ræmið verði ekki of himinhrópandi? Yfirleitt á að nota alla forna kirkjulega muni úr Skál- holti í hinni nýju kirkju. Að því leyti verður að sýna eldri tímanum virðingu, og það er hin raunverulega takmörkun á verkefninu. Mér er það ekki ljúft að vita til þess, að ný kirkja verði reist á hinum gamla grunni, en ég er þar víst í ákaflega litlum minnihluta. Þó vil ég nota tækifærið til að gjöra grein fyrir þeirri sérstöðu rninni. Eg sé ekki, að helgi nýju kirkjunnar verði vitund meiri, þótt hún standi á hinum forna grunni. Kirkja, sem er vígð og helguð, er heilög jafnvel þótt hún standi í Skálholti 30 m norðan við hinn forna grunn. Þá stæði hún í sömu hæð og kirkjugarðurinn hefur. Nú er kirkjugarð- urinn þannig, að hann er allur útgrafinn, enda að auki fullur af grjóti. Þá gæfist ágætt tæki- færi til þess að taka nýjan garð í kringum nýju kirkjuna, er stæði norðan við heimreiðina, sem nú er, en verður af tekin. Auðvitað verða hinar raunverulegu traðarleifar varðveittar, eins og aðrar sýnilegar fornminjar í Skálholti. Við þessa færslu kirkjunnar ynnist það, að hægt yrði að marka greinilega stærð iiinna ýmsu kirkna greinilega með upphleyptum steinaröðum. A þann hátt myndi eftirtíminn taka við eign, sem smám saman mundi fá auk- ið gildi. Kirkjugarðurinn forni yrði friðaður og komizt yrði hjá því að bora og sprengja klöppina, sem hinar eldri kirkjur hafa staðið á. A þann hátt fengju eftirkomendur vorir að taka við sýnilegum arfi frá oss og forfeðrum vorum. Sama máli gegnir um prestsetrið. Það ber enga nauðsyn til að reisa það á bæjarstæðinu gamla. Af mörgum ástæðum gæti það verið hagkvæmt að færa það norðar á túninu, norður fyrir kirkju. A þann hátt gæti bæjarstæðið fengið að liggja ósnert eins og vér höfum tekið við því. Fyrir útlit staðarins skiptir það ekki máli, hvort húsin standi nú í hinu nýja Skál- holti eins og á dögum Brynjólfs Sveinssonar. Hið forna bæjarstæði var þarna yzt á brekku- brúninni, þar sem gott var til varnar og stutt í vatn; nú gilda eigi þær forsendur. Nútíminn gjörir mjög að því að eyða og um-

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.