Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 18
10
STÚDENTABLAÐ
breyta. Það væri hægur vandi að setja jarð-
ýtu á allar rústir í Skálholti og gjöra allt egg-
slétt og snoturt og neflaust, svipað og gjört
var við Bessastaðakirkju, en það er oss eigi
leyfilegt.
Eg hef rætt þessar staðsetningar, af þvi að
ég hef viljað benda á þann möguleika til úr-
lausnar á máli, sem tæknilega kann að verða
nokkuð erfitt, og úrlausn þessi gæti orðið
nokkru ódýrari í framkvæmd.
Hið forna Skálholt er farið og kemur ekki
aftur. Framtíðin sker úr því, hvort Skálholt
hafi möguleika til þess að verða annað en af-
bragðs bújörð og merk fornleif.
Nú mega menn ekki skilja sem svo, að ég
hafi ekki getað komið sjónarmiði mínu gagn-
vart staðsetningu húsa á framfæri við rétta
aðila. En það er svo, að sú nefnd, sem ég á
sæti í, og fjallar einmitt um þessi mál, vill á
hverjum tíma koma fram sem heill og óskiptur
aðili, sem taka vill tillit til sem flestra. Því
höfum vér allir fórnað einhverju, þegar íinna
skyldi leiðir, sem færar þættu, og eigi hefur
heldur skort á góðum ráðum annarra aðilja.
Það ber einnig að líta á það að greiða verði
allar framkvæmdir í Skálholti og er það al-
menningur, sem það gjörir í einni eða annarri
mynd.
Því hefur ekki verið gjört ráð fyrir öllu fleira
í Skálholti en að framan greinir. Þó skal geta
þess, að sjálfsagt er að hagnýta laugarhitann,
sem þar er nálægt til upphitunar o. s. frv.
Stundum hefur heyrzt, að reisa ætti hand-
ritahús í Skálholti. Það er fögur hugsjón, en
eigi byggð á raunveruleika. Kæmu íslenzku
handritin heim aftur, þá er skylt að geyma þau
í Reykjavík. Því það er ekki hægt að nota
handritin til fræðilegra starfa, nema með góðu
og stóru bókasafni sér við hönd. Hitt væri það,
að ske kynni, að það þætti rétt að koma upp
geymsluhúsi fyrir safngripi, er þyrfti að flytja
burtu frá Reykjavík; bækur, skjöl og muni,
vegna ófriðarhættu.
Nú hefur og sú skoðun komið fram, að biskup
eigi að sitja í Skálholti. Og hefur sú skoðun
birzt í ýmsum myndum og gerðum. Auðvitað
gæti það aukið á virðingu staðarins, en æski-
legast væri þó að vita, hvort úr því yrði eða
ekki, því það er erfitt að reisa hús, sem reyn-
ast, ef til vill, óheppileg innan mjög skamms
tíma. Annars veit ég ekki, hvort þjóðkii-kjan
t---------------------------------------------------------
Hjörtur Jónasson, stud. theol.:
Hvöt
Ungu synir, ungu dætur,
allir niðjar gamla frónsins,
fóstra okkar, foldin, grætur.
Frelsum hana i'tr gini Ijónsins.
Fram til dáða, drengir góðir,
djarfir verjurn land og frelsi.
Látum aldrei aðrar þjóðir
okkur knýta þrældóms helsi.
Metum litngii, Ijóð og listir.
Lyftum merki feðra vorra.
Enska vofan aldrei gislir
Arahúð né höJlu Snorra.
Ennþá standa fjöll við fjörðu,
fönnum krýnd og stuðláhergi.
Ennþá byggja Isajörðu
ungir menn sem renna hvergi.
Senn er nátilaust vor í vændum
vaknar allt af fimbuldvala.
Sjómenn róa. Sýnist bændum
sældarlegt frá vík til dala.
-_________________________________________.
yrði nokkru bættari við að hafa 2—3 biskupa
yfir sér. Höfuðið kynni að verða fullþungt.
Hitt skiptir meira máli, að prestarnir nái til
einstaklinganna og geti flutt þeim fagnaðarrík-
an boðskap um óendanlegan kærleika og misk-
un Guðs.
A annan hátt getur kirkjan eigi haldizt við.