Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 25
STUDENTABLAÐ
17
Hið nýkjörna stiidentaráð Háskóla íslands: Vilhjálmur Þórhallsson, stud. jur., Björn Ólafsson, stud. polyt.,
]óii Böðvarsson, stud. mag., Árni Björnsson, stud. inag., gjaldkeri, Skúli Benediktsson, stud. theol., fonnaður,
Jónas Hallgrtmsson, stud. med., ritari, Sverrir Hermannsson, stud. oecon., frú Ragnhildur Helgadóttur, stud. jur.
og Ingólfur Guðmundsson, stud. theol.
ánægjulegar aflestrar. Samt er lítið lesið. Hér
steytir áhugi almennings á öðru skeri, sem er
tímaleysið. Hinn síaukni hraði nútímans veld-
ur því, að menn stöðvast lítt við friðsæla tóm-
stundaiðju í heimahúsum. Ótal margt glepur,
eitt hér, annað þar. Ekki er þó fyrir það að
synja, að enn er til fólk á Islandi, sem unir
heima og á sínar kvöldvökur í friði.
En nú hefur útvarpið að mestu leyst af hólmi
lesturinn, sem áður var ein helzta tómstunda-
iðja manna. Utvarpið getur því ekki heldur
talizt syndlaust gagnvart sögunni. En er það
þó ekki það menningartæki, sem mest er af að
vænta í þessu efni? Og er nokkur aðili þess
fremur umkominn en einmitt útvarpið sjálft
að bæta fyrir það, sem það kann að hafa með
tilkomu sinni misgert gagnvart sjálfsnámi
manna í sögulegum fræðum?
I hinni almennu dagskrá útvarpsins eru oft
erindi og þættir úr sögu þjóðarinnar. Slíkt út-
varpsefni er ávallt mjög vinsælt.
En væri ekki vel til fallið og full ástæða til
að flytja í útvarpið fasta fræðsluþætti um sögu
lands og þjóðar, þætti, sem fluttir væru á
ákveðnum tímum og beinlínis byggðir upp sem
námsgrein?
Eyrirlestraformið mundi henta þessu efni
einkar vel og mætti því vænta meiri árangurs
af kennslu þessari en byrjunarkennslu þeirri í
erlendum tungumálum, sem útvarpið liefur
haldið uppi um alllangt skeið, þar eð yfir-
heyrsluaðferðin er að flestra dómi hin eina,
sem dugir við kennslu í erlendum tungumál-
um, enda notuð í öllum skólum.
Mikils væri um vert, að höndunum yrði ekki
kastað til þessarar kennslu. Þyrfti því að fá
forsjá hennar hinum færustu mönnum, og yrði
því máli vart með öðru móti betur borgið, en
að leita til Háskólans um liðveizlu og fá fræði-
menn innan vébanda hans til að hafa hönd í
bagga með tilhögun og stjórn þessara þátta.
Bæri slík fræðsla tilætlaðan árangur, ætti
hún einnig þátt í að lengja líf þjóðarinnar, því
að „þjóðir, sem eiga sér sögu, deyja ekki“.