Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Page 33

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Page 33
STÚDENTABLAÐ 25 Stúdentar frá Verzlunars\óla íslands vorið 1954. Fremri röð: Elín Þorbjörnsdóttir. Elín Thorarensen, Þorgeir Sigurðsson, Guðjón Bachmann, Hafsteinn Ingvars- Ragnheiður Jónsdóttir, Dr. Jón Gíslason, Edda B. son, Arnar Finnbogason, Brúnó Hjaltested, Sigríður Jónsdóttir, Jónína Halldórsdóttir, Ingibjörg Vilhjálms- Pétursdóttir, Grétar Nikulásson, Árni Jensson, Axel dóttir. Sigurðsson, Skúli Þorbergsson, Óthar Hansson, Richard Aftari röð: Jón Magnússon, Þorsteinn Guðlaugsson, Hannesson, Sigfús Thorarensen. kvæmanleg, eru nú framkvæmd á skömmum tíma. I stað strjállar byggðar rísa bæir og borgir. Fátæk þjóð er orðin bjargálna. Vart getur hjá því farið, að slík gerbreyting á hög- um manna hafi víðtæk áhrif, — áhrif, sem hafa úrslitaþýðingu að því er snertir sjálfstæði okkar og menningu. Það umhverfi, sem við höfðum lifað í um aldir, hefur skyndilega tekið stökkbreytingum. Þegar losnar um forna fjötra sem á fátæka þjóð voru lagðir í stóru og strjál- býlu landi, finnst okkur við ekki vera bundin af siðgæðishugmyndum þeim- og ábyrgðar- tilfinningu, sem þjóðin hafði ræktað með sér eða öllu heldur kirkjan ræktað með þjóðinni. í stað nægjusemi og ráðvendni verða nú áber- andi sóun og tillitsleysi. Við segjumst vilja vera sjálfstæðir, en við viljum ekkert á okkur leggja í því sambandi. Fótunum hefur verið kippt undan lífsskoðun íslendinga. Flestir við- urkenna að vísu, að kristin trú sé góð sem slík, en við, þessir upplýstu og menntuðu menn, er lifum á tímum tækni og stórstígrar þróunar, þurfum hennar ekki með. Falsspámenn eru tignaðir og góður rómur gerður að villukenn- ingum. Sú trúarþörf, sem leiddi menn til krist- innar kirkju, fær nú svölun hjá einhverju stjórnmálafélagi í manndýrkun. Hér þarf að spyrna við fótum, ef við viljum halda menn- ingararfi okkar og sjálfstæði. Ómenningaráhrif sækja að og villuljósum er beint að okkur í baráttunni við þau. Látum ekki blindast. Fylgj- um því leiðarljósi, sem leiddi forfeður okkar gegnum myrku aldirnar, ljósi sannleikans, kenningu Krists. An trúar — ekkert siðgæði. An siðgæðis — engin menning. Án menningar — ekkert sjálfstæði.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.