Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 41
STÚDENTABLAÐ
33
Beðizt undan ábyrgð
Við undirritaðir, er stúdentaráð kaus í rit-
nefnd Stúdentablaðs 1. desember af lista Vöku-
manna, viljum taka fram eftirfarandi:
Er ritnefndin tók að ræða um efni blaðsins,
komu fram tvö sjónarmið. Meirihluti nefndar-
innar, 4 menn, einn fulltrúi frá hverju hinna
pólitísku stúdentafélaga annarra en Vöku,
lagði fram tillögu til efnisskipunar. Var þar
gert ráð fyrir, að blaðið skyldi aðallega ljá
rúm ritsmíðum manna, er ætla mátti, að hefðu
efst í huga, að Island skyldi vera opið og án
varna, — kljúfa sig úr fylkingu hinna vestrænu
þjóða, er nú fylkja liði til varnar menningu
sinni. Við Vökumenn lögðum hins vegar til, í
samræmi við tillögu, sem fram hafði komið í
stúdentaráði, að blaðið yrði helgað kirkju og
kristni með sérstöku tilliti til endurreisnar
Skálholts. Voru í tillögu okkar taldir 9 menn,
háskólastúdentar og aðrir, klerkar og leikmenn,
er beðnir skyldu um greinar, þar sem ætla
mátti, að þeir væru sérstaklega hæfir til að
rita svo um þessi mál, að athygli og umhugsun
hefði vakið. Við vorum atkvæðum bornir og
tekið til að undirbúa blaðið svo sem meirihluti
ritnefndar hafði lagt til.
Eins og lesendur sjá, er nær allt efni blaðs-
ins, það er háskólanemar rita, lagt til af stjórn-
málafélögum stúdenta. Við teljum illa farið, að
hið eina blað, er háskólastúdentar gefa út,
beri keim af deilum stjórnmálaflokkanna. Virð-
ist einsýnt, að stúdentar hafi margt fram að
færa, sem frjósamara og fróðlegra má kallast.
Þetta var þó stefna meirihluta ritnefndar, —
tillögur okkar um meira og betra efni voru nær
allar felldar, og hefur því svo farið, að blaðið
er að miklu leyti helgað áróðri gegn því, er við
teljum sjálfstæði, frelsi og framförum Islands
til heilla. Sumt af því, sem í blaðinu er prentað,
er auk þess þann veg stílað, að stúdentablaði
er til einskis sóma.
Af ofanrituðu er ljóst, að Stúdentablað 1.
desember er ekki á þann veg, sem við hefðum
kosið, og verðum við því ekki kallaðir til
ábyrgðar fyrir skrif þess. Ósk okkar er sú, að
enginn í ritnefndum þeim, er síðar gera úr
garði hátíðablað stúdenta — né heldur nokkrir
aðrir stúdentar, þurfi, svo sem nú er, að bera
kinnroða fyrir blöðum þeim, er út verða gefin
á fullveldisdegi Islendinga.
Ingólfur Guðmundsson.
Þorvaldur Lúðvíksson.
Þór Vilhjálmsson.
andlega frelsis væri menning og tilvera þjóð-
arinnar lítils virði og fléttuð úr haldlitlu sand-
reipi.
íslenzkir stúdentar minnast í dag fengins
fullveldis þjóðar sinnar. Fyrirrennarar þeirra
stóðu jafnan í fylkingarbrjósti í sjálfstæðisbar-
áttunni og háðu hana af þeim eldmóði, sem að
lokum leiddi til fullnaðarsigurs.
Stúdentar munu einhuga um að halda merki
forfeðra hátt á loft og slá skjaldborg um þjóð-
erni sitt, tungu og menningu. En jafnframt
verða íslenzkir stúdentar að rífa það illgresi
upp með rótum, sem sprettur af frækorni
hleypidóma og ofstækis.
Minningu hinna látnu foringja sjálfstæðis-
baráttunnar verður ekki með öðru meiri sómi
sýndur en slíkum garðyrkjustörfum.
Stúdentum ber að fordæma hvers konar frels-
isskerðingu, hvort sem slíkt athæfi er látið við-
gangast austan tjalds eða vestan. Annað sæmir
ekki þeim, sem synir menntagyðjunnar vilja
kallast. Á þeim hvílir öðrum fremur sú kvöð
að hafa saltarann reiðubúinn, hvenær sem sels-
kollinum kann að skjóta upp.