Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 42
34
STUDENTABLAÐ
EINAR K. LAXNESS, stud. mag.:
Við erum alls megnugir af því að verk
lýðshreyfingin er aflgjafinn
Háskólastúdentar hafa kosið sér það ágæta
hlutskipti að hafa forgöngu um að minnast
fullveldisafmælis okkar Islendinga, 1. desem-
ber. Fer og vel á því að menntamenn þjóðar-
innar setji svip sinn á þennan hátíðisdag og
túlki þá mál sitt svo sem sæmir einlægum ætt-
jarðarvinum er vilja vinna
landi sínu og þjóð allt er þeir
megna á braut þjóðfrelsis og
sjálfstæðis.
Hin síðustu ár hefur stjóm-
málabaráttan innan þjóðfélags-
ins sett öðru fremur og í vax-
andi mæli óafmáanlegt mark
sitt á sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar, þannig að þetta tvennt
er svo samtvinnað orðið og
verður ekki sundurgreint. I
þeim átökum er hvarvetna fara
fram hjá þjóðum er búa við
borgaralegt þjóðskipulag, þ. á.
m. Islandi, milli verkalýðs er
hefur að leiðarljósi fræðikenn-
ingu marxismans annarsveg-
ar og yfirstétta er lifa á arð-
ráni verkalýðsins hinsvegar, —
þá hefur brugðið svo við hér
á Islandi að arðránsstéttin hefur kosið sér þann
ömurlega hlut að kasta sjálfstæði landsins á
glæ með því að selja landsréttindi af hendi.
Braut slíkra þjóðsvika hefur verið vandlega
troðin af einstakri stefnufestu hátt í áraíug.
Lævíslegustu brögðum hefur verið beitt, blekk-
ingum þyrlað upp í því skyni að villa um fyrir
íslenzku þjóðinni og gera hana hlutgenga á
markaði hinnar alþjóðlegu arðránsstefnu sem
stjórnað er frá Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Glötunarvegurinn var lagður með tilmælum
Bandaríkjastjórnar síðla árs 1945 um herstöðv-
ar til 99 ára. Þá átti hinn pólitíski flokkur
verkalýðsins sæti í ríkisstjórn og undir for-
ystu hans var mögulegt að knýja stétt auðborg-
aranna og flokka þeirra til undanhalds með
neitun við þessum óhugnanlegu tilmælum. En
við könnumst vel við leiðar-
steinana á brautinni sem lögð
var og skyldi troðin næstu árin
þrátt fyrir allt, — því að annað
hlaut að vera óhugsanlegt, til
þess voru hagsmunir auðhyggj-
unnar of samtengdir, þar sem
meira réð sjónarmið hins tíma-
bundna hagnaðar er öllum
framtíðarverðmætum fórnar
heldur en þjónustan við ís-
lenzkan málstað er fulltrúar
auðstéttarinpar höfðu af
hrekklausu fólki verið kjörnir
til að inna af hendi. Að af-
stöðnum ýmsum sjónhverfing-
um er beitt var til að blinda
augu manna, vaknar þjóðin
fagran vordag árið 1951 við
það að bandarískir herflokkar
traðka íslenzka jörð. I tæplega
4 ár hefur þessi vesalings hermannalýður
bandarískrar auðhyggju haft hér bækistöð,
þaðan sem borizt hafa þeir sýklar er reynast
munu dýrir íslenzkri menningu áður en lýkur;
þar hafa íslenzkir þegnar verið svívirtir, mann-
dómi æskumanna spillt, saurguð íslenzk þjóð-
arsál. Herinn hefur greitt atvinnuvegum okk-
ar rothögg með því að ginna í hópum til sín
Islendinga í vinnu við að byggja upp hernaðar-
hreiðrið. Meðan atvinnuleysi hefur ríkt í bæj-
um og kauptúnum og við höfum horft á íslenzka
Einar K. Laxness.