Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 43
STÚDENTABLAÐ
35
þegna flýja víðsvegar úr byggðum landsins suð-
ur á herstöðina, verkamenn frá skóflu, sjómenn
frá fiski, bændur frá búi, — hefur hugur ríkis-
stjórnarflokkanna beggja aðeins snúizt um það
á hvern hátt þeir geti bezt jafnað sín í milli
stundargróða hernámsins. Svo óhugnanlegur er
þessi leikur.
Hvort þeim er skynja hættuna tekst að af-
stýra algerri glötun íslenzkra verðmæta mun
ráðast nú þegar í mjög náinni framtíð. Hér sem
annarsstaðar er það hin sósíalistíska verklýðs-
hreyfing er mun vísa leiðina og marka stefn-
una, — annað mun óhugsandi. Stétt hins vinn-
andi manns mun ein geta leyst sig undan oki
alþjóðlegrar, hnignandi arðránstéttar og skap-
að sér þau skilyrði er nauðsynleg mega teljast
til þess að alþýðan geti lifað ein, frjáls og óháð
í sínu eigin landi, sjálfstæðu íslandi. Lið sitt
til þeirrar baráttu geta allir lagt er skilja sögu-
lega þróun og meta að verðleikum forystulilut-
verk verkalýðsins í frelsisbaráttu mannkyns-
ins. Verkalýður Islands mun verða sá aflgjafi
er einn megnar að reka innrásarher Banda-
ríkja Norður-Ameríku á brott fyrir fullt og
allt.
í upphafi ásælni Bandaríkjanna í garð ís-
lenzkrar þjóðar risu margir upp til andmæla,
— þar skipuðu stúdentar veglegan sess, svo og
háskólakennarar. Þá er forsvarsmenn auð-
hyggjunnar hertu kverkatök sín með hótun-
um, blekkingum, svikum í skjóli valdsins, viku
margir af verðinum um sjálfstæði þjóðarinnar
er hátt höfðu galað, en skorti síðan þrek og
einlægan vilja til að standa gegn ofurþunga
peningavaldsins. Sífelldar viðvaranir frá Sósíal-
istaflokknum og öðrum róttækum samtökum,
þar sem bent hefur verið á með aragrúa raka
að hcrinn muni einungis hafa í för með sér
tortímingu alls sem íslenzkt er, þar sem hann
veitir okkur enga vörn í styrjöld, heldur kall-
ar hættuna heim, hafa megnað að ljúka upp
augum skilningssljórra manna er sváfu værum
svefni, þá er mest syrti að sjálfstæði íslands.
Betra er seint en aldrei. Innan Háskólans hef-
ur Félag róttækra stúdenta eitt stúdentasam-
taka barizt á sama grundvelli er markaður var
1945 gegn herstöðvum á Islandi, og voru einu
stúdentasamtökin er mótmæltu hernáminu
1951 og ásamt verklýðshreyfingunni og flokki
hennar, Sósíalistaflokknum, vöruðu við afleið-
ingunum sem nú eru að koma á daginn. En
þrátt fyrir þungan róður hefur róttækum stú-
dentum lánast að efla svo hinn íslenzka mál-
stað meðal háskólastúdenta að nú má líta sam-
einingu vinstri sinnaðra stúdenta á grundvelli
kröfunnar um tafarlausa uppsögn hernáms-
samningsins og brottför herliðsins. I samræmi
við það höfum við stúdentar talið sjálfsagt að
1. desember verði umfram allt helgaður þessari
kröfu.
Grundvallarsjónarmið okkar róttækra stúd-
enta, en í nafni þeirra rita ég hér, verða ein-
ungis skýrð út frá skilningi á baráttu hinna
andstæðu þjóðfélagsskipana er nú heyja hild-
arleik sinn, — deyjandi skipulags auðhyggju
og arðráns, skipulags borgarastéttar sem nú er
að líða undir lok og skipulags vei'klýðshyggju,
sameignar og bræðralags er hvílir á fræðikenn-
ingu marxismans, sem taka mun við. Þessi
þjóðfélagsform geta verið við lýði bæði tvö á
friðsamlegan hátt unz yfir lýkur og annað tek-
ur við af hinu. Þá staðreynd getur vald auð-
hyggjunnar ekki umborið en reynir til hins
ýtrasta meðan kraftur þess er ekki útþorrinn
að lengja dauðastríð sitt með því að beita pen-
ingavaldinu óspart, kaupa heilar þjóðir og
tengja net herstöðva utan um hinn sósíalistiska
heim. En hversu mörg peð sem heimsauðvaldið
reynir að kaupa á skákborð sitt, þá verður
hjóli þróunarinnar ekki snúið við.
Það er skoðun okkar að með tilkomu öfl-
ugustu múgmorðsvopna sé ekki um neina
vernd að ræða ef styrjöld skellur á, en að
hernaðarvirki geri Island aðeins að eftirsókn-
arverðu skotmarki í styrjöld og orsaki tortím-
ingu þjóðarinnar. Það er skoðun okkar að spill-
ingaráhrifin frá hernum séu skaðleg íslenzkum
æskulýð. Það er skoðun okkar að framtíð at-
vinnuveganna sé í bráðum voða ef svo stefnir
sem nú horfir að herstöðin sogi til sín íslenzkt
vinnuafl og fólk flýi unnvörpum úr byggðum
landsins til að vinna að hervirkjagerð. Það er
skoðun okkar að flokkar auðkýfinga og yfir-
stétta er við völd sitja í Bandaríkjunum og
V.-Evrópu stjórnist fyrst og fremst af annar-
legum hagsmunasjónarmiðum er fari í bága
við framfarabaráttu hins vinnandi manns, og
því séu það hreinar firrur er þessar auðstéttir
gefi sér nafnbótina „frjálsar þjóðir“ og verj-
endur lýðræðis og mannréttinda. Á ferli borg-
arastéttarinnar er brennimark auðhyggju og
nýlendukúgunar of skýrt markað til þess að