Stúdentablaðið - 01.12.1954, Síða 45
STÚDENTABLAÐ
37
—
ÁVARP
Ávarp það, er birtist fremst í blað þessn, er undirritað: Stúdentaráð Ha-
skóla Islands.
Þetta mætti skilja svo, sem það túlkaði einhuga álit allra fulltríia í stúdenta-
ráði. En því fer fjarri. Einungis fimm fulltrúar af níu standa að því. Við,
fidltríar Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta í ráðinu, erum því í mörg-
um atriðum ósammála og greiddum því atkvæði gegn því, er það var borið
uvp á fundi.
Við teljum, að stúdentaráð sé ekki dómbært um friðarhorfur í heiminum
eins og ráða mætti af orðum ávarps fulltrúanna fimm. Hlutverk stúdentaráðs
er að vinna að félagsmálum háskólastúdenta og vaka yfir hag þeirra og heiðri.
Þar sem við og fjöldi stúdenta teljum, að sjálfstæði íslands og framtíðar-
heill sé háð frelsi og öryggi annarra vestrænna menningarþjóða, erum við
þeirrar skoðunar, að lslendingar skuli standa undir þeirri ábyrgð, sem þeir
hafa á hendur tekizt í samtökum hinna vestrænu lýðræðisþjóða.
Það er ósk okkar og von, að þjóðir heims geti hið fyrsta leitt mál sín
til lykta í friði og án vopna, og þá munu brott fallnar forsendur herverndar á
lslandi. Þangað til þarf þjóðin að standa undir þeirri ábyrgð og vinna af
einhug að lausn þeirra vandamála, sem herverndinni fylgja. 1 því efni treyst-
um við þroska og manndómi íslenzku þjóðarinnar, sem um aldaraðir fékk
varðveitt það, sem var eining hennar og arfur, tungu feðra hennar og trú.
Eulltrúar Vöku i stúdentaráði.
s.______________-_________________________________________________________________/
Ólafur Haukur Ólafsson, stud. med.:
í veiðikyrrð
Lognaldan breiðist hægt á hrjúfa ströndu.
Hringgárar inni á víhum lyfta öndu.
TShi mætti reyna að ná í eina hröndu.
Þarna er stöng, og hérna hjól og Vma.
Hallast að steini gömul veiðishrína.
Bíður í shugga og mosa maðhatína.
Öngull er beittur, agnið vatnið hittir.
Undir er hviht, á sporð og ugga glyttir.
Allt er það gott, sem geyma mínir pyttir.
Snöggvast er nartað, svo er lagzt í línu.
Lítils má fiskur sín gegn tahi mínu.
Vonlaust hann hamast fyrir fjöri sínu.
Llriði og bleihja, æshu minnar vinir.
Yhhur með táli veiða mannsins synir.
Svona er ég einnig, engu betri en hinir.
Umhverfið, veðrið, veiðin hrífa hjarta.
Hraunið og hjarrið öllum litum sharta.
Flýgur hver stund sem fugl við vatnið bjarta.
Slóða úr fjöru labba lúnir fætur.
Af lyngi og reyni stígur ilmur sætur.
Dreymir mig silung allar næstu nætur.