Stúdentablaðið - 01.12.1954, Page 47
STÚDENTABLAÐ
39
Breytingar á kennaraliði.
Próf. Ásmundur Guðmundsson var á s. 1. vetri kjör-
inn biskup yfir íslandi. Lét hann af kennslustörfum
31. jan. en við þeim tók séra Guðmundur Sveinsson.
Var embættið síðan auglýst, og var Þórir K. Þórðar-
son cand. theol. skipaður dósent frá og með 1. okt. s. 1.
Með lögum nr. 85, 1953 var stofnað nýtt prófessors-
embætti í lögfræði. Þrír umsækjendur voru um em-
T'ieodór B. Líndal.
bættið og var Theodór B. Líndal hæstaréttarlögmaður
skipaður prófessor frá 1. júní 1954 að telja. Hefur hann
kennt við lagadeildina undanfarin ér.
Prófessorarnir Ármann Snævarr og Leifur Ásgeirsson
hafa leyfi frá kennslu þetta kennsluár. Dveljast þeir
báðir vestan hafs við vísindaiðkanir. I stað próf. Ár-
manns kenna Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari og
Vilhjálmur Jónsson hdl. og í stað próf. Leifs Ásgeirs-
sonar kennir Bjarni Jónsson próf. frá Brown University
Providence, Rhode Island.
Sendikennarar.
Þessir sendikennarar erlendra háskóla starfa hér:
Dr. phil. Ole Widding í dönsku, fil. mag. Anna Larson
í sænsku, cand. philol. Ivar Orgland í norsku og dr.
Edzard Koch í þýzku.
Erlendir stúdentar,
sem stunda nám við háskólann í vetur eru 18 að tölu.
í læknisfræði eru sex Norðmenn og ein færeysk stúdína.
íslenzku nema 11 erlendir stúdentar, einn sænskur,
einn finnskur, einn enskur, þrír þýzkir, tveir austur-
rískir, einn ítalskur, einn spánskur og einn stúdent frá
Frönsku Guyana. Er hann fyrsti stúdentinn af öðrum
kynþætti en hvítum, sem kemur hingað til náms, og
býður Stúdentablaðið hann sérstaklega velkominn.
Prófastsskipti
urðu í Nýja Garði í haust. Olafur Jónsson, cand.
jur., lét af störfum, en við tók Baldvin Tryggvason,
cand jur.
Alþjóðlegt skákmót stúdenta.
Þriðja alþjóðaskákmót stúdenta var haldið í Osló
dagana 11.—19. apríl s. 1. Þar keppti fyrir hönd ís-
lenzkra stúdenta fjögurra manna sveit skipuð þeim
Guðmundi Pálmasyni, stud. polyt., Þóri Olafssyni,
stud. med., Ingvari Ásmundssyni, stud. oecon. og Jóni
Einarssyni stud. philol. 10 sveitir frá 11 þjóðum
tóku þátt í mótinu. Urðu Islendingar fimmtu í röðinni
og efstir Norðurlandaþjóðanna. Má það kallast góð
frammistaða, þar sem margir mjög sterkir skákmenn
voru þátttakendur í mótinu.
Bókmenntakynning.
Síðla vetrar efndi stúdentaráð til kynningar á verk-
um Iiannesar Hafstein í hátíðasal háskólans. Vil-
hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri flutti erindi og skýr-
ingarþætti og Hjalti Guðmundsson, stud. mag., Sveinn
Skorri Höskuldsson, stud. mag., Andrés Björnsson,
cand. mag. og Steingerður Guðmundsdóttir leikkona
lásu upp úr verkum skáldsins. Karlakór háskóla-
stúdenta söng lög við ljóð eftir Hannes Hafstein. Hús-
fyllir var. í vetur er áformað að kynna á svipaðan
hátt verk Jónasar Hallgrímssonar, Davíðs Stefánssonar
og Halldórs Kiljans Laxness.
í haust samþykkti stúdentaráð að fela Félagi guð-
fræðinema að annast kvöldvöku, sem helguð væri
kirkju og kristni.