Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 56
STUDENTABLAÐ
Nýr bókaflokkur Móls og menningar
er kominn út.
í þessum flokki, sem er hinn þriðji í
röðinni eru eftirtaklar bækur:
1. ]o/in Hunt:
A hœsta tindi jarðar
í þessari bók segir leiðangursstjórinn John
Hunt frá ævintýrinu mikla, þegar hæsti tindur
jarðar var klifinn í fyrsta sinni. Bókin er prýdd
fjölda mynda, þar á meðal mörgum litmyndum.
Hún kom út í vor, en er með í bókaflokknum til
félagsmanna Máls og menningar.
2. Gunnar BenedU{tsson:
ísland hefur jarl
Höfundur dregur upp lifandi og skarpa mynd
af viðburðum Sturlungaaldar í gagnorðum þátt-
um um 'helztu höfðingjana, þar sem megináherzla
er lögð á afstöðu þeirra til erlends konungsvalds
og innlendrar valdastreitu. Nýtt mat á mönnum
og atburðum og nýstárleg sjónarmið einkenna
þessa bók, sem á erindi til allra sem Islandssögu
unna .
3. Thor Vilhjálmsson:
Dagar mannsins
Þetta er önnur bók þessa unga höfundar, smá-
sögur og þættir, fjölbreyttir að efni og formi.
Fyrsta bók höfundar vakti mikla athygli, um-
ræður og jafnvel deilur. Höfundur fer lítt troðnar
slóðir og hafa ýmsir talið hann einna sérkenni-
legastan og frumlegastan þeirra rithöfunda, sem
fram hafa komið hin síðari ár. í bókinni eru
nokkrar teikningar gerðar af höfundi.
4. Jónas Árnason:
FÓLK
Bókin er í tveimur meginköflum, sem heita
Börn — og annað fólk, en það eru smásögur og
svipmyndir, sem lýsa börnunum í sérkennileg-
um heimi þeirra og fullorðnum í starfi á sjó
og landi. Höfundur er löngu þjóðkunnur af þátt-
um sínum í útvarpi, blöðum og tímaritum, en
hér birtist í fyrsta sinn bók eftir hann.
5. Einar Olgeirsson:
Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi
íslendinga
Bókin fjallar um sögu íslands á hinu mikla
umbyltingatímabili á Norðurlöndum, þegar hin
stéttlausu ættasamfélög voru að líða undir lok
og stéttaþjóðfélag að myndast. Höfundur sýnir
fram á, að ættasamfélagið hafi haldizt hér lengur
en annars staðar í Evrópu og tekið nýjum þroska,
og út frá því sjónarmiði bregður hann nýju ljósi
á þróun þjóðveldisins og vekur dýpri skilning
en áður á lífsskoðun og menningarafrekum
þessa tímabils.
Síðasta skáldsaga Nóbelsverðlaunahöfundarins
sænska. Söguhetjan er ræninginn Barrabas, en í
dramatískri lýsingu á örlögum hans glímir höf-
undur við sum djúpstæðustu vandamál mannlegs
lífs á öllum öldum.
Eftir Lagerkvist liggja mikil rit og margvís-
leg: skáldsögur, ljóð og leikrit, og með hverju
nýju verki má segja, að hann hafi brugðið sér í
nýjan ham; bækur hans hafa verið þýddar á
fjölda tungumála. Ein af skáldsögum hans, Böð-
ullinn, hefur verið þýdd á íslenzku, og auk þess
margar smásögur í ýmsum tímaritum. Lagerkvist
voru veitt bókmenntaverðlaun Nóbels 1951.
7.—8. Björn Th. Björnsson:
Islenzka Teiknibókin í Arnasafni
Sérstæð bók meðal íslenzkra þjóðminja. Efni
hennar er nærri einvörðungu myndir, stórar heil-
síðuteikningar, sem eru gerðar af hinni frábær-
ustu snilld. I bókinni tvinnast saman helgimyndir
við myndir úr daglegu lífi manna, hindurvitnum
og hjátrú, og speglar því miðaldirnar betur en
flest önnur listaverk, sem við eigum.
Björn Th. Björnsson listfræðingur hefur hin
síðari ár lagt mikla stund á rannsókn íslenzkrar
listar fyrri alda, og er þetta rit hans um Teikni-
bókina hið fyrsta sem frá honum kemur í bókar-
formi, en hann er þjóðkunnur fyrir að færa við-
fangsefni sín í lifandi búning.
6. Pdr Lagerl{vist:
Barrabas
BÆKURNAK FÁST í ÖLLUM BÓKAVERZLUNUM
Félagsmenn Máls og menningar fá þær eins og áður (allan flokkinn á 300 kr. ób. og 425 kr. í bandi) í
BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR
Skólavör&ustíg 21, sími 5055