Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 11
nÍDEIIULAl 34. ÁRG. 4. TBL. 1. DESEMBER 1957 BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON stud.jur., formaður stúdentaráðs: * /Q-varp í dag eru liðin þrjátíu og níu ár frá því, að ísland varð fullvalda ríki. Á þeim degi minnumst við með þakklœti og virðingu allra þeirra manna, sem börð- ust fyrir þeim áfanga í sjálfstœðisbaráttu þfóðarinn- ar og lögðu þar með sinn stein í byggingu hins ís- lenzka lýðveldis. Enda þótt þrjátíu og níu ár séu ekki langur tími, hafa á þessu tímabili orðið einhverjar stórstígustu framfarir, sem saga landsins getur um. Atvinnulíf allt hefur eflzt, ný og stórvirk tœki hafa verið tekin í notkun á sviði atvinnuvega landsmanna, og miklar tœkniframfarir hafa orðið á flestum sviðum. Hafa þessar framfarir liaft í för með sér stórbœtt lífsskil- yrði alls almennings í landinu, og ber vissulega að þakka þeim mönnum, er að baki þeirra hafa staðið. Enda þótt fagna beri stórstígum tœkniframförum, bœði hér á landi og annars staðar, má það þó aldrei gleymast að ein meginundirstaða þess þjóðfélags, sem vil búa þegnum sínum mannscemandi lífskjör, er að hver einstaklingur njóti þeirra mannréttinda og þess frelsis, að hann megi teljast sjálfstæður maður. Það hefur því miður sannazt enn einu sinni á seinustu mánuðum, að tækninni fleygir oft fram á kostnað mannsins. Einstaklingurinn gleymist í viðleitni þjóð- félagsins til að ná valdi yfir náttúruöflunum. Stúdentar vilja í dag sérstaklega minna menn á að standa fast vörð um lýðrœði, mannréttindi og and- legt frelsi. Þeir telja, að á þeirri stundu, sem maður- inn missir þau mannréttindi, sem sjálfsögð mega telj- ast og lýðrœðishugmyndir hinna vestrœnu þjóða vilja tryggja einstaklingnum, hafi lífið misst sitt innra gildi. Stúdentar telja, að aldrei hafi verið meiri nauðsyn en nú fyrir þjóðina að gera sér grein fyrir þeim öfl- um, sem sœkja fast á sjálfstœði og lýðrœði landsins, varast þau og berjast gegn þeim. Orlög annarra þjóða œttu að verða okkur leiðarljós í þeirri þjóðfrelsis- baráttu.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.