Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 20

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 20
10 STÚDENTABLAÐ IN MEMORIAM Óskar Bjarnasen umsjónarmaður Háskóla íslands Við stúdentar vitum, að Oskar Bjarnasen er dáinn. Þegar í upphafi haustmisseris veitt- um við því athygli, að hann var ekki að finna á þeim stað, sem hann var vanur að sitja. Einn þáttur skólalífsins hafði slaknað, hlutirnir voru ekki nákvæmlega eins og þeir áttu að vera. Óskar var veikur, en við vonuðumst eftir, að innan skamms myndum við aftur njóta allrar aðstoðar hans eins og áður. Sú von brást. Óskar andaðist 22. október. Óskar Bjarnasen var einn þeirra manna, sem setja svip á umhverfi sitt. Hann var göfugmannlegur á velli og ástúðlegur í umgengni, enda var hann vinsæll af öllum, er hann var samvistum við, jafnt háskólakennurum, þjónustuíólki hússins og stúdentum. Honum fór vel að vera innan um unga menn, þrátt fyrir grátt hár, því að hann var æskumaður í lund og vitmaður góður. Óskar var næmur fyrir listrænni fegurð og hafði ákveðnar skoðanir á þeim hlutum, en var þó ljúfur í viðræðu um þá, þó ekki væri hann öllum sammála. Hann var góður starfsmaður, verk virtust leika í höndum hans, jafnvel þegar vitað var að heilsan var að þrotum komin. Bjartsýni og æðruleysi var honum í blóð borið. Við stúdentar vitum að Óskar er dáinn. Við, sem þekktum hann, tregum hann eins og væri hann einn úr okkar hópi, en við vonum að hlutskipti slíkra manna sé gott. Eftir- liíandi börmun hans og öðrum ættingjum viljum við votta samúð okkar. Gleymum ekki góðum mönnum, er verða á vegi okkar. IÓN B JARMAN

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.