Stúdentablaðið - 01.12.1957, Page 25
STÚDENTABLAÐ
15
því verið misboðið. Líka má minna á skólahátíð
Menntaskólans í Reykjavík, sem lengi þótti merkis-
viðburður í bæjarlífinu. Þar var jafnan púnskolla á
borðum, og voru bæði kennarar og nemendur ófeimn-
ir að gera púnsinu skil.
Sá siður er gamall á íslandi að gera sér glaðan
dag um áramótin. Miðsvetrarblót eða jólablót voru
miklar veizlur, og þótti engin óhæfa að ríða til þeirra.
Stúdentar vilja sitt miðsvetrarblót. Fái þeir ekki að
hafa það í sínum skóla eins og menntaskólanemendur
í sínum skóla, neyðast þeir til að hlaupa út í bæ og
taka veitingahús á leigu fyrir of fjár, og láta þannig
veitingamenn græða það fé, sem þeir sjálfir hafa
fulla þörf fyrir. En háskólinn er liklega gerður af lé-
legra efni en menntaskólinn í Reykjavík, fyrst hann
þolir ekki fagnað nemenda sinna.
Rektor vék orðum að stúdentum í setningarræðu
sinni í haust. Taldi hann sögu þeirra síðasta aldar-
fjórðung auð mikilfengra kosningasigra, en einstak-
lega fátæka af flestu því, er miðað gæti að því að
bæta aðstöðu stúdentanna sjálfra. Var svo að skilja,
að stúdentar nenni nú engum málum að sinna nema
stjórnmálum, þeir gangi berserksgang við kosningar,
en nenni ekkert að leggja að sér til að koma hags-
munamálum sínum fram.
Þetta kann að hafa verið rétt, en nú er það ósatt.
Stúdentar vilja vinna að málum sínum, þeir hafa full-
an hug á því, að félagsheimili verði reist, þeir vilja
reisa nýjan Garð, en áður en það verður gert, þarf að
grynna á skuldum hinna Garðanna. Til þess þarf fé.
En hvernig geta stúdentar aflað fjár? Þeir benda á
örugga fjáraflaleið, en hvernig fer? Leiðinni er lok-
að. Háskólaráð virðist ekki kæra sig um, að stúdentar
leysi sinn vanda. Það lofar að vísu stuðningi, ef til
happdrættis kemur. En enginn veit, hve langt þess
verður að bíða, og háskólaráð virðist engin úrræði
ætla stúdentum önnur en bíða, bíða.
Það er von, að saga stúdenta sé einstaklega fátæk
af flestu því, er bætt getur aðstöðu stúdenta. Háskóla-
ráð er skipað mönnum, sem einu sinni voru ungir og
sumum enn ungum. Stúdentar eru ungir, og þeir vita,
hve vel þessir menn unnu málum stúdenta á stúdents-
árum sínum. Þeir munu ekki liggja á liði sínu fremur
en fyrirrennarar þeirra, og vita má háskólaráð það,
að ein neitun enn gerir hvorki til né frá. Stúdentar
vita, hvað þeir vilja, og þeir munu knýja sitt fram.
---------------------------------------------N
GYLFI GRÖNDAL stud.mag.:
LJ ÓS ASKILTI
Ljósaskiltin
kvikna og slokkna,
líkt og þú vakir
um miðja nótt
og svipist um
eftir nýjum degi,
nýju umhverfi,
nýrri fegurð,
en sjáir ekkert
og sofnir aftur.
... kvikna og slokkna
koll af kolli.
Og þegar birtir
horfa þau á umferðina
sljóum augum.
Hús
Húsið
stendur í borginni
aðþrengt
af nýjum húsum,
hrukkótt,
farið að springa,
og stynur,
þegar stiginn er dans
á steingólfunum,
og syrgir
að þurfa að byrgja hljóðið:
gleðinnar söng.
k____________________________________________^