Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 27
Stúdentar írá Menntaskólanum í Reykjavík 1957
niður fyrir sér og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það
krefst aðhalds og hagkvæmni. Stúdentinn verður að
gera sínar áætlanir, sem hann stefnir markvisst að og
reynir að standast. Að ná settu marki með slíkum
hætti veitir í senn gleði, styrk og traust.
Þeir, sem setja vilja akademísku frelsi einhverjar
skorður, færa það máli sínu til stuðnings, að svo virð-
ist, sem margur í hópi stúdenta kunni ekki að not-
færa sér kosti þess. Þeir hinir sömu halda því fram,
að það frelsi við námið, sem stúdentinn finnur sig
skyndilega í, þegar hann kemur í Háskólann, geri
hann í fyrstu latan og kærulausan, og að sumir séu
þannig áfram alltof lengi. Úr þessu á svo að bæta
með því að sleppa ekki alveg reglum um tímasókn og
prófskyldu.
Heppilegra myndi að finna aðrar leiðir. Það er mín
skoðun, að það kæmi að miklu gagni að byrja á því
strax í menntaskóla að fræða menn verulega um hin-
ar ýmsu deildir Háskólans, kennslu og námsefni, svo
og hver réttindi menn hafi af hverju einstöku og
hvers sé að vænta. Þetta mundi hjálpa mörgum til
þess að átta sig á hlutunum og koma í veg fyrir margs
konar óæskilega tímasóun. Það er mikið atriði, að
menn byrji ekki verr en sæmilega, því að, þegar
lengra sækir, skapast aðhald vegna annarra orsaka.
Það ber að gera mikinn greinarmun á því, hvort nám
dregst á langinn vegna þess, að stúdentinn þarf sífellt
að vera að vinna, eða hvort um er að ræða leti eina
saman. Um fyrra atriðið er ekkert að fást, aðeins
gleðilegt, að rnenn skuli eiga.þess kost að geta unnið
með námi. Úr hinu síðar nefnda mætti bæta á margan
hátt, t. d. með því, sem ég hef þegar drepið á, án þess
að ganga á hið akademíska frelsi.