Stúdentablaðið - 01.12.1957, Side 40
30
STÚDENTABLAÐ
Stúdentar írá Menntaskólanum að Laugarvatni 1957
hlutum Finnlands, að því er varðar drykkjuskap
karlmanna. Viðsjárverður er hins vegar hlutur kven-
fólksins. Til dæmis reyndist aðeins fjórðungur stúd-
ína á fyrsta ári og aldrinum 21—22 ára bragða
áfengi; hins vegar 32% stúdina á öðru ári, og full
54% þeirra stúdína, sem lengra voru komnar námi
sínu, höfðu lært að drekka áfengi. í aldursflokknum
23—24 ára var þróunin á þremur árum úr 38 í 74%
og í aldursflokknum 25—26 ára úr 36 í 65%.
Áfengisvandamálið er greinilega háð aldri manna,
og áhrif lengdar námstímans eru í rauninni ekki auð-
sæ nema aldurinn sé hafður til hliðsjónar, eins og
gert er að framan. Sömuleiðis er rétt að taka fram
einu sinni enn, að akademískt umhverfi í sjálfu sér
er ekki það, sem mestu ræður um breytta drykkju-
siði, heldur eingöngu nýtt aðsetur, þar sem lifnaðar-
hættir eru allir aðrir en í heimasveit stúdentsins.
Námsbraut stúdentsins — höfuð- eða framtíðar-
atvinna hans — hefur meiri áhrif á afstöðu hans til
áfengis en nokkuð annað. Aðeins einn af hverjum
tveimur stúdentum, sem búa sig undir kennslustörf,
reyndist neyta áfengis, en hliðstætt hlutfall stúdenta
í verzlunar- og viðskiptafræðum voru tölurnar þess-
ar: í kennaraskólum 15%, í verzlunarskólum 57%
og í háskólum 48%.
Munurinn á magni drukkins áfengis var líka tals-
verður, en ekki eins auðkennandi og hlutföllin milli
drykkjumanna, sem á undan fara. Atvinnugreinar
virðast ýmist hafa notkun áfengis í för með sér eða
ekki. Finnland hefur auðsjáanlega sérstöðu á þessu
sviði miðað við mörg önnur lönd. Víða í Finnlandi
yrði þeim manni erfitt að sitja í kennarastöðu, sem
játaði opinskátt, að honum þætti gott glas af góðu
víni. Og finnskur verzlunarmaður yrði sennilega af
mörgum góðum viðskiptum, ef hann hefði ekki til að
bera nægilegan ákafa og hreysti til að sitja dögum
saman á veitingahúsi og hvolfa í sig.
Er stúdent kvænist, dregur greinilega úr áfengis-
neyzlu hans, þurfi hann að sjá fyrir fjölskyldu sinni.
Af þessu má samt ekki draga þá ályktun, að sé stúd-
entinn á framfæri konu sinnar eða foreldra, hljóti
hann óhjákvæmilega að vera ábyrgðarlaus drykkju-
maður. Skýrslurnar bera einungis með sér, að
ábyrgðartilfinningin þróast til hóflegri drykkjusiða
og stúdentinn fyllir þann hóp manna, er skvettir í sig,
þegar það dettur í þá, eða sérstaklega á bjátar. Frá
hagnýtu sjónarmiði er nóg að segja, að gangi stúd-
ent í hjónaband meðan hann er enn við nám, leiði
það til að halda drykkjuvenjum innan hóflegra
marka. — Aðrir meginþættir rannsóknar þeirrar, er
finnska stúdentasambandið gerði, voru um fjárhags-
aðstæður, trúarbrögð og skilyrði áfengisneyzlu, en
það fellur utan ramma þessarar greinar.
(Þýtt úr ágústhefti blaðsins Tlie Student)